Hagaborg leikskóli - Viðgerð

Upplýsingasíða vegna tilvonandi framkvæmda við leikskólann Hagaborg við Fornhaga 8.
Verkefnið er á undirbúningsstigi innan Reykjavíkurborgar
2025 - 2029
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Hagaborg leikskóli

Hvað verður gert?

Eftir að heildstæð ástandsskoðun á leikskólanum Hagaborg, eldri byggingu, mælir verkfræðistofan Cowi á Íslandi með því að húsnæðið fari í talsverða endurnýjun og viðgerð. Húsnæðið var byggt í kringum árið 1958 og er um 945 fermetrar að stærð. 

Starfsemin í eldra húsnæði var hætt sumarið 2025, starfsemi er þó enn í timburhúsnæði sem staðsett er á sömu lóð og eldra húsnæði. Sú starfsemi sem var í eldra húsnæðinu fluttist yfir í Barónsborg og Ármúla. Öll starfsemin Hagaborgar leikskóla mun flytjast í Grandaborg leikskóla sem staðsett er á Boðagranda 9 í febrúar árið 2026. Starfsemi í timburhúsnæðinu á lóðinni mun þó halda áfram þar sem Ægisborg leikskóli mun flytja sína starfsemi þangað í mars 2026 og vera þar fram að sumarlokun leikskóla.

Eftir að starfsemi var hætt í eldra húsnæði var í framhaldi farið í það að hreinsa þá muni og búnað sem hægt er að notast við og koma þeim í notkun á öðrum stöðum. Annar laus búnaður sem ekki var hægt að notast við áfram var fargað. 

Á haustmánuðum árið 2025var farið í valkostagreiningu á verkefninu. Ákveðið var að ráðast í heildstæða endurgerð á húsnæðinu, endurgerð sem felst t.a.m. með eftirfarandi:

  • Endurnýja glugga og hurðir
  • Endurnýja lagnir, vatns- og rafmagnslagnir
  • Endurgera gólf á jarðhæð og setja gólfhita
  • Setja drenlagnir í kringum bygginguna
  • Bæta hljóðvist og lýsingu
  • Setja lyftu frá kjallara upp á 2.hæð
  • Vélræn loftræsing sett í öll rými
  • Klæðning ásamt einangrun sett á útveggi

Áætlað er að framkvæmd við heildstæða endurgerð hefjist á sumar- eða haustmánuðum árið 2026. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir geti verið í 2 – 3 ár. 

Fyrirhugað er að endurgerð húsnæðisins verði Svansvottað.

Hvernig gengur?

Vetur 2025 - Vor 2026

Undirbúningur og hönnun stendur yfir.

Framkvæmd var umhverfisgreining.

Haust 2025

Notendur hafa fært sig yfir í annað húsnæði hjá Reykjavíkurborg.

Vinna í undirbúningsfasa er hafin, verið er að fara yfir valkostagreiningar, fýsileikakönnun og kostnaðarmeta.

Farið verður í förgun lausamuna í húsnæðinu.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og fasteignaþjónustu

Hönnuðir og Ráðgjafar

VA arkitektar - Arkitektahönnun og hönnunarstjórn

Cowi Ísland - Ástandsskoðun, Brunahönnun og Hljóðvistarhönnun

VSB Verkfræðistofa - Loftræsi-, Lagna-, Burðarþols-, rafmagns- og lýsingarhönnun

Verkvist - Umhverfisgreining, Svansvottun, niðurrif
Síðast uppfært 22.01.2026