Grandaborg - Endurgerð leikskóla

Verkið felst í heildar endurnýjun á húsnæði Grandaborgar leikskóla. Verkefnið fellur undir átaksverkefni í viðhaldi sem felur í sér breytingu á innra skipulagi.
2023-2025
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin fels í niðurrifi innanhús ásamt endurgerð innanhús. Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum. Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

Maí 2024

Undirbúningur og framkvæmd mygluþrifa lokið

Undirbúningur hófst fyrir aðkomu í skriðkjallara

Unnið að pípulögnum og við rafkerfi

Fræst hefur verið fyrir gólfhita og flotað yfir lagnir

Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu

Apríl 2024

Aðstaða verktaka uppsett.

Vinna við niðurrif og förgun.

Unnið er við þak og kvisti fyrir loftræsingu.

Unnið er að greftri fyrir inngang í skriðkjallara.

Mars 2024

Útboðsferli lokið og undirbúningur á framkvæmd hefst.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

Verkís hf.

Aðalverktaki

Land og Verk ehf
Síðast uppfært 25.06.2024