Fjölskyldu og húsdýragarðurinn - Hlaða
Fjölskyldu og húsdýragarðurinn - Hlaða
Hvað verður gert?
Heildarstærð rýmis er 71 m2. Eftir framkvæmdir mun rýmið nýtast í fræðslustarfssemi og kennslu fyrir skólahópa. Einnig verður hægt að nota rýmið fyrir sýningar og í almenna útleigu.
Samhliða breytingum á Hlöðunni verður byggð uþb. 36 m2 viðbygging milli hlöðu og fjóss sem notuð verður í anddyri fyrir fræðslurými ásamt geymslu.
Í framkvæmdunum munu núverandi tæknikerfi verða uppfærð miðað við núverandi reglugerðir og loftræsingu bætt við.
Hvernig gengur?
Nóvember 2025
Framkvæmdir hefjast.
Hlaða
Byrjað er að rífa innan úr Hlöðu og undirbúa undir nýja glugga og hurðir
Tengibygging
Búið er að taka upp núverandi hellur og snjóbræðslu og byrjað er að grafa fyrir undirstöðum nýrrar viðbyggingar.
Hver koma að verkinu?
Verkkaupi
Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds