Borgaskóli, endurgerð lóðar 2023

Verkið snýr að endurgerð á lóð Borgaskóla að Vættaborgum 9, 112 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á norð-vesturhluta skólalóðar en það svæði er alls u.þ.b 4500 m² að stærð. Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.
Júní til síðari hluti Október
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Borgaskóli, endurgerð lóðar 2023 myndir

Hvað verður gert?

Verkið snýr að endurgerð á lóð Borgaskóla að Vættaborgum 9, 112 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á norð-vesturhluta skólalóðar en það svæði er alls u.þ.b 4500 m² að stærð. Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.

Hvernig gengur?

September 2023

Yfirborðsfrágangi lokið, tafir á afhendingu tveggja leiktækja frá framleiðanda, fimm arma rólu og leikkastala. Leiktæki koma um miðjan Október.

Ágúst 2023

Smávægilegar tafir hafa orðið á verki, upphafleg verklok vorum um miðjan ágúst, verið að klára frágang á yfirborðsefnum.

Hver koma að verkinu?

Brynjar Már Andrésson

Eftirlitsmaður

Andri Þór Andrésson

Verkefnastjóri

Stefán Óskarsson

Verktaki í verki (Sumargarðar ehf).