Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 8. febrúar var haldinn 253. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jakob Frímann Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt verndaráætlun Minjastofnunar Íslands fyrir minjasvæði á Laugarnesi. Einnig eru lögð fram drög að aðgerðaráætlun. Fulltrúi Minjastofnunar Íslands Ásta Hermannsdóttir kynnir. (RMF16020003)

Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns og Þórólfur Jónsson deildarstjóri á Umhverfis- og skipulagssviði taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram svohljóðandi afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs vegna styrkja menningar- og ferðamálaráðs lögð var fram og bókuð í trúnaðarbók menningar- og ferðamálaráðs á fundi þess 11. janúar sl: (RMF15080003)

Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2016 sem er í samræmi við tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar auk Samtaka ferðaþjónustunnar og Höfuðborgarstofu vegna Borgarhátíðarsjóðs. 

Eftirfarandi tillögur faghóps samþykktar: 

Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2016, 2017 og 2018 við eftirtaldar hátíðir með árlegu framlagi úr Borgarhátíðasjóði með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2017 og 2018:

5 m.kr. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF

5 m. kr. Hinsegin dagar í Reykjavík

3 m. kr. Reykjavík Dance Festival

3 m. kr. Lókal leiklistarhátíð

Gerðir verði samstarfssamningar með árlegu framlagi 2016 og 2017 við eftirfarandi aðila með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2017. 

12.5 m.kr. Heimili kvikmyndanna

2 m.kr Samtök um danshús

Gerðir verði samningar til eins árs við eftirtalda aðila með fyrirvara um tilkomu listamiðstöðvar í Marshallhúsi:

9.5 m.kr. Nýlistasafnið

4.5 m. kr. Kling og Bang gallerí

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins verði útnefnd Tónlistarhópur Reykjavíkur 2016 og hljóti 1 m. kr. styrk. 

Styrkir til verkefna árið 2016:

2 m. kr Reykjavík Fashion Festival

1.5 m. kr. Secret Solstice Festival

1.2 m. kr. Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð

1 m. kr. Musica Nova - Nýsköpunarsjóður tónlistar, Sequences myndlistarhátíð, Heimili kvikmyndanna  vegna Stockfish kvikmyndahátíð, Múlinn jazzklúbbur, Norrænir músíkdagar í Reykjavík 2016. 

850.000 kr. Dudo ehf vegna Iceland Writers Retreat.

800.000 kr. Óður ehf. vegna Mengi menningarhús.

750.000 kr. Möguleikhúsið, Hönnunarmiðstöð Íslands vegna Design Talks.

700.000 kr. IBBY  á Íslandi, Kammerhópurinn Nordic Affect, ASSITEJ, Íslensk tónverkamiðstöð vegna Yrkja. 

600.008 kr. Harbinger.

600.000 kr. Leirlistafélagið.

500.000 kr. Rósa Ómarsdóttir vegna Traces, Katrín Bára Elvarsdóttir vegna  Ljósmyndahátíðar Íslands, Samskiptamiðstöð  heyrnarlausra og heyrnarskertra vegna barnamenningarhátíðar á degi íslensks táknmáls, Karlakórinn Fóstbræður vegna 100 ára starfsafmælis kórsins, Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Íslensk grafík, SJS Big band, Hverfisgallerí, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. 

400.000 kr. Listasafn ASÍ, Kammermúsíkklúbburinn, Anna Kolfinna Kuran vegna Maestro, Heimilislausa leikhúsið ETHOS, Fatahönnunarfélag Íslands, leikhópurinn Háaloftið vegna Biðstofunnar, Leikhúsið 10 fingur, Handverk og hönnun, Heimstónlist í Reykjavík.

350.000 kr. Lúðrasveit Reykjavíkur, Halaleikhópurinn, Barnamenningarfélagið Skýjaborg, María Pálsdóttir vegna Who‘s the daddy, Lúðrasveit Verkalýðsins, Edda Björg Eyjólfsdóttir vegna leikverksins Þórbergur, Lúðrasveitin Svanur, Plús Film vegna Ef veggirnir hefðu eyru, Elma Lísa Gunnarsdóttir vegna Lóaboratoríum, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir vegna Leikhús meður kíki, Reykjavík Peace Festival, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir vegna söngleiksins Fíll, Ekkisens. 

300.000 kr. Tónskóli Sigursveins, Gjörningaklúbburinn, Sumarópera unga fólksins, Kvenfélagið Garpur vegna dansleikhúsverksins Og allir vilja vera á sviðinu, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, 15:15 tónleikasyrpan, Sigríður Soffía Níelsdóttir vegna dansleikhúsverksins Þín er ljúft að líða elska og bana bíða, Elektra Ensemble, Nýlókórinn, Hraðar hendur, Margrét Sara Guðjónsdóttir vegna dansverksins Hypersonic states, Anna Guðrún Líndal vegna Infinite Next, RaTaTam félagasamtök vegna leikverksins SUSS!!!, Margrét Kristín Sigurðardóttir vegna leikverksins Ósagt, Hannesarholt vegna tónleika farfugla.

250.000 kr. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir vegna Mitt hefur nef – stuttmynd, Hinsegin kórinn, Jóhanna Vala Höskuldsdóttir vegna leikhúsverkefnisins Villikellingar, Hlín Agnarsdóttir vegna Leikhúslistakonur 50+, Erla Steinþórsdóttir vegna Skáldhugi - sumarsmiðja, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir vegna  dans- og tónleikaverksinsThe Great Blues Whale, Steinunn Marta Önnudóttir vegna Bækur á bakvið, Kvennakórinn Vox Feminae, Kara Hergils Valdimarsdóttir vegna einleiksins Hún pabbi, Pamela de S. Kristbjargardóttir vegna barnatónleika á Myrkum músíkdögum. 

200.000 kr. Leikfélagið Hugleikur, Tónlistarhópurinn Umbra, Barnamenningarfélagið Skýjaborg vegna Cleiti craicailte-Furðurfuglafjaðrir, Listafélag Langholtskirkju, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir vegna Tunglstundin, Furðuleikhúsið, Elísabet Birta Sveinsdóttir vegna dansverksins Cold Intimacy, Gígja Jónsdóttir vegna dansleikhúsverksins A Guide to the Perfect Human, Þorsteinn Örn Kolbeinsson vegna Wacken Metal Battle 2016, Félag íslenskra tónlistarmanna vegna Klassík í Vatnsmýrinni, Félag íslenskra gullsmiða, Raflistafélag Íslands vegna Raflost 2016, Opið út vegna leiksýningarinnar To perform or not, Kriðpleir vegna Ævisaga einhvers, S.L.A.T.U.R vegna Sláturtíð 2016, Sverrir Guðjónsson vegna Rökkursöngvar. 

150.000 Ungleikur. 

142.000 Erla Steinþórsdóttir vegna Hingað til…

3. Lagt fram boðsbréf frá Stokkhólmsborg dags. 5. febrúar 2016 á ráðstefnu menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlandanna, Nordisk kulturkonferens, sem haldin verður í Stokkhólmi 31. maí - 2. júní 2016. Samþykkt að af kjörnum fulltrúum fari einn fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta. (RMF15110006).

4. Lögð fram tilnefning SÍM um fulltrúa í innkaupanefnd. Samþykkt að Finnur Arnar Finnur Arnar Arnarson taki sæti Ingibjargar Jónsdóttur í innkaupanefnd. (RMF14110010)

5. Guðmundur Ingi Þorvaldsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna kynna starfsemi Tjarnarbíós. (RMF14020002)

6. Líf Magneudóttir og Halldóra Gunnarsdóttir jafnréttisráðgjafi á mannréttindaskrifstofu kynna drög að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2016 þar sem drögum að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 19. janúar 2016, er vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs. (RMF15080007)

7. Menningar- og ferðamálaráð þakkar starfsmönnum, verkefnisstjórn og öllum samstarfsaðilum Vetrarhátíðar í Reykjavík fyrir frábært og óeigingjarnt starf við framkvæmd Vetrarhátíðarinnar um síðustu helgi. Hátíðin tókst með ágætum.

Fundið slitið kl. 15:32

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson Börkur Gunnarsson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Ingvar Mar Jónsson