Borgarráð - Fundur nr. 5379

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 22. október, var haldinn 5379. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru; S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Gísli Garðarson, Heiða Björg Hilmisdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. október 2015. R15010004

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 6. október 2015. R15010005

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 15. október 2015. R15010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. október 2015. R15010011

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 19. október 2015. R15010012

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. október 2015. R15010015

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. september og 16. október 2015. R15010022

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 16. október 2015. R15010023

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2. október 2015. R15010027

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R15090158

- Kl. 9.05 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 9.06. tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

- Kl. 9.07 taka borgarstjóri og Pétur Krogh Ólafsson sæti á fundinum.

12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 8 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15100002

13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088

Samþykkt að hafna öllum framlögðum styrkbeiðnum.

14. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. og 21. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. og 21. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar. Jafnframt eru lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. október 2015 ásamt öðrum fylgigögnum. R15010172

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til ákvæða 48. gr. í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillaga að deiliskipulagi Örfiriseyjar horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Tillagan sem fulltrúar meirihlutans leggja hér fram er að mestu staðfesting á úreltum skipulagsáætlunum sem fyrir löngu er orðið tímabært að færa til nútímalegra horfs. Hér skortir hugmyndaauðgi og frjóar tillögur sem miða að því að gera svæðið áhugavert og styðja við nærliggjandi íbúðabyggð í Vesturbænum ásamt því að tengja það við miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og listamenn sem fóru að starfa í gömlu verbúðunum fyrir sex árum hafa opnað augu þeirra sem stunda atvinnurekstur í Örfirisey fyrir því að hafnsækin starfsemi og iðandi mannlíf borgarbúa og aðkomufólks fer vel saman. Því til staðfestingar er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Grandi, nú að bjóða listasöfnum að hefja starfsemi í elsta hluta starfsstöðvar sinnar þar sem einnig er stefnt að veitingarekstri. Engu líkara er en að Örfirisey hafi gleymst í því aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2014. Sem dæmi má nefna að þar er sett fram sú stefna að útiloka landfyllingar næstu áratugina. Að baki slíkri stefnu liggur engin vinna, engar samanburðaráætlanir, ekkert samráð eða hugmyndaleit að fjölbreytilegri nýtingu sem svæðið býður upp á. Með þessari gamaldags tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar er verið að glata tækifæri til að glæða borgina lífi og samtvinna atvinnu- og íbúðabyggð með spennandi hætti.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillagan að deiliskipulagi Örfiriseyjar er í samræmi við þá stefnu borgarinnar að gamla hafnarsvæðið í Reykjavík dafni sem vettvangur fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Við Örfirisey er ein stærsta sjávarútvegshöfn landsins. Deiliskipulagið verndar þá starfsemi. Stór hluti hafnarsvæðisins við Austurhöfn, Suðurhöfn og Vesturbugt er nú helguð menningarstarfsemi, íbúðauppbyggingu, hótelstarfsemi, verslunum og veitingastöðum. Fyrir vikið hefur skapast skemmtilegt mannlíf og einstakt sambýli ólíkra atvinnugreina á hafnarsvæðinu. Öflug sjávarútvegsstarfsemi er lykilatriði í þessu samspili og mikilvægt að halda opnum möguleikum á eflingu hennar á svæðinu.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.3. og 1.4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 47 við Efstasund. Jafnframt er lögð fram innsend athugasemd og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. september 2015. R15100244

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Steinagerði. Jafnframt er lagður fram uppdráttur Arkþings ehf., dags. 27. ágúst 2015. R15100247

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. október 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. október 2015 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits. Jafnframt eru lagðar fram innsendar athugasemdir, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 10. september 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2015. R15060143

Samþykkt.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.20 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

18. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli 306/2015: Hörður Jónsson gegn Reykjavíkurborg sem kveðinn var upp 15. október 2015. R09100264

19. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli 116/2015: Benedikt Hákon Bjarnason gegn Reykjavíkurborg sem kveðinn var upp 15. október 2015.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14020094

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 16. október 2015, þar sem þess er óskað að borgarráð samþykki breytingu á staðarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar í samræmi við meðfylgjandi samkomulag um breytingu staðarmarka sveitarfélaga og uppdrátt landsupplýsingadeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Jafnframt er lagt fram samkomulag um breytingu staðarmarka sveitarfélags, ódags., og uppdráttur landupplýsingadeildar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september 2015. R14120098

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. október 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 15. október 2015 á drögum að samstarfssamningi við Vin, fræðslu- og batasetur, dags. 22. september 2015, ásamt samningsdrögum og minnisblaði um Vin fræðslu- og batasetur. R15100252

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 19. október 2015, ásamt samningi, dags. 28. september 2015, um tiltekna þjónustuþætti við fatlað fólk sem grundvallast af samningi Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk og minnisblað, dags. 6. október 2015.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15100255

23. Lagt fram bréf starfshóps um Smart Cities eða snjallborgina Reykjavík, dags. 9. október 2015, ásamt áfangaskýrslu starfshópsins.

Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15050008

24. Lagt fram að nýju bréf bæjarstjóra Seltjarnarness, dags. 5. október 2015, varðandi mögulegt samtarf um byggingu fimleikahúss á Seltjarnarnesi. R15020193

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar er þakkað fyrir gott samstarf við vinnu vegna athugunar á mögulegu samstarfi um rekstur fimleikahúss á Seltjarnarnesi sem myndi þjóna vestari hluta Reykjavíkur. Nú liggja fyrir kostnaðargreiningar og úttektir á verkefninu. Í ljósi fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar telur borgarráð þó ekki unnt að halda verkefninu áfram að svo stöddu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að fram fari þarfagreining á aðstöðu fyrir fimleikaíþróttir í vesturhluta borgarinnar. Í þeirri vinnu verði m.a. skoðað hver sé ákjósanlegasta staðsetning fimleikahúss m.t.t. gönguleiða barna í Vesturbænum og tengingar við strætisvagnaleiðir.

25. Lagt fram tölvubréf Félags leikskólakennara, dags. 15. október 2015, þar sem óskað er eftir að félagið komi að vinnu við aðgerðaáætlun vegna karla í kennslu yngri barna. R15100253

Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar skóla- og frístundasviðs og mannréttindaskrifstofu sem eru að vinna að verkefnum sem miða í sömu átt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 7-11. R15100114

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 23-31. R15100077

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 50-56. R15100078

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. október 2015, þar sem óskað eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 84-92. R15100079

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. október 2015, þar sem óskað eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 118. R15100080

Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 120-122. R15100081

Samþykkt.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. október 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Lofnarbrunni 1-7. R15100113

Samþykkt.

33. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. október 2015, ásamt erindisbréfi samningateymis Reykjavíkurborgar í fjárhagslegum samskiptum við ríkisvaldið, dags. 16. október 2015. R15100256

34. Fram fer kynning á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir janúar-ágúst 2015. R15010207

35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. október 2015:

Borgarráð samþykkir að veita skóla- og frístundasviði heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík framlag vegna grunnáms og miðnáms á hljóðfæri og grunnnáms í söng þann 1. nóvember 2015 í samræmi við fyrri samning sem nú er útrunninn. Skólarnir eru án samnings við Reykjavíkurborg. Unnið er að útreikningum vegna uppgjörs samningsins 2012-2015 og stefnt er á að ljúka þeim fyrir 20. október næstkomandi.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134

Samþykkt.

36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að ráðast í endurbætur á þeim gervigrasvöllum í borginni, sem eru með dekkjakurl á yfirborði, og setja þess í stað viðurkennt gæðagras og/eða gúmmí, sem stenst ýtrustu heilbrigðis- og umhverfiskröfur. Um er að ræða gervigrasvelli á svæðum hverfisíþróttafélaga og sparkvelli með gervigrasi á skólalóðum Reykjavíkurborgar. Framkvæmdir vegna umræddra endurbóta skulu hefjast á árinu 2016. R15100319

Frestað.

37. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir greinargerð um umferðaröryggi á vestari hluta Hringbrautar með tilliti til gangandi og hjólandi vegfarenda. Þar komi m.a. fram upplýsingar um slysatölfræði brautarinnar ásamt tillögum til úrbóta. Einnig verði að nýju lagt mat á þá tillögu Sjálfstæðisflokksins að tryggð verði örugg leið gangandi og hjólandi vegfarenda yfir Hringbraut með undirgöngum eða göngubrú. R15100320

38. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að skoða tiltæka kosti við breytingar á ráðningarkjörum skólastjóra hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að þeir verði ráðnir til ákveðins tíma í senn, t.d. 5 ára eins og skólameistarar framhaldsskóla, í stað ótímabundinnar ráðningar eins og nú tíðkast. Metnir verði kostir og gallar við mismunandi leiðir að þessu marki og hvernig best væri að standa að slíkri breytingu þannig að um hana náist sátt við skólastjóra m.t.t. kjarasamninga og núgildandi reglna um ráðningu þeirra. Skoðað verði að slík breyting verði metin skólastjórum til kjaraábata eða kjaramál þeirra færð undir kjaranefnd ef sátt næst um slíkt. Þá kemur til greina að nýjar reglur um tímabundna ráðningu skólastjóra gildi einungis um nýráðningar en fyrirkomulag um ótímabundna ráðningu haldi sér gagnvart þeim, sem þegar hafa verið ráðnir. Umrædd skoðun verði unnin í samráði við samtök skólastjóra og Samband íslenskra sveitarfélaga. R15100321

Frestað.

Fundi slitið kl. 10.55

S. Björn Blöndal

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson

Heiða Björg Hilmisdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson

Kjartan Magnússon Gísli Garðarson