Reykjavík varði titilinn í Útsvari

Mannlíf

""

Lið Reykjavíkur sigraði í spurningakeppninni Útsvar í kvöld en úrslitin réðust í æsispennandi keppni á lokaspurningunni þegar spurt var um líkklæði Krists. Reykjavíkurborg hafði því Fljótsdalshérað undir með 70 stigum gegn 66.

 

Vera Illugadóttir, Óttarr Proppé og Silja Bára Ómarsdóttir skipuðu lið kvöldsins en Óttarr kom inn fyrir Eirík Hjálmarsson sem forfallaðist í úrslitarimmunni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist himinlifandi með sigurinn. „Við höfðum náttúrlega titil að verja þannig að þetta var mjög ánægjulegt. Ég óska liðinu innilega til hamingju með þennan árangur og ég held að pressan minnki ekkert á næsta ári enda hefur lið aldrei unnið Útsvarið þrisvar í röð!“, segir Dagur að lokum.