„Hey, ég fékk góða hugmynd!“ - Ráðstefna fyrir starfsfólk leikskóla

Skóli og frístund

""

Í tengslum við Dag leikskólans þann 6. febrúar er efnt til hálfs dags ráðstefnu fyrir starfsfólk leikskóla Reykjavíkur á Hilton Reykjavík Nordica þann 4. febrúar n.k., kl. 8:30 – 12:30.
Ráðstefnan er starfsfólki að kostnaðarlausu.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hey, ég fékk góða hugmynd!“ - Þátttaka og áhrif barna í leikskólastarfi.

Dagskrá
8:00  Afhending ráðstefnugagna
8:30  Setning. Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri SFS
8:45  Tónlistaratriði. Teitur Magnússon
9:00  Hvað vilja leikskólabörnin geta? Dr. Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
9:50  Margir einstaklingar - eitt samfélag Gunnur Árnadóttir, deildarstjóri í Garðaborg
10:20  Kaffihlé
10:50  Sá sem ekki vill finnur ástæðu…Dr. Guðrún Alda Harðardóttir leikskólakennari í Aðalþingi
11:40  Skína smástjörnur - Getumikil börn í Langholti Ólöf Jóna Sigurjónsdóttir og Sigrún Ósk Gunnarsdóttir, deildarstjórar í Langholti
12:10  Samantekt og slit Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskólastjóri í Hálsaskógi.

Ráðstefnustjóri
Gróa Sigurðardóttir, deildarstjóri í leikskólanum Hofi