Meira mannlíf á Vitatorg

Umhverfi Framkvæmdir

""

Í ágúst verða á Vitatorgi nokkrir viðburðir til að draga fólk að umfram það sem gerist á venjulegum dögum.  Verkefnið er hluti af „Torg í biðstöðu“, sem ætlað er að gæða almenningsrými auknu lífi og koma með hugmyndir um nýtingu þeirra.

  • Laugardaginn 9. ágúst frá kl. 17 – 20 verður Borg dj-set með upphitun fyrir Gay Pride partý kvöldsins.  Skoða viðburð á Facebook.
  • Miðvikudaginn 13. ágúst er boðið upp á pop-up yoga.
  • Laugardaginn 16. ágúst verður flóa- og fatamarkaður. Þeir sem vilja taka þátt og falbjóða varning eru beðnir að senda skeyti á vitatorg2014@gmail.com
  • Sunnudaginnn 17. ágúst er viðburðurinn „restaurant day reykjavik“ en þá opnar veitingastaður í einn dag á torginu.
  • Laugardaginn 23. ágúst verður boðið upp á tónleika, dans, hljóðgjörning og matarmarkað.