Ný hreystibraut í Vesturbænum

Betri hverfi Umhverfi

""

Ný hreystibraut með apastiga, búnaði fyrir upphífingar, dýfur, hreystigreip og armbeygjur hefur verið sett upp við Hagaskóla. Undir brautinni er fallvörn með gervigrasi og sandfyllingu.  Verkefnið hlaut brautargengi í kosningum um „Betri hverfi“.

Verkefnið „ Setja upp hreystivöll eða þrautabraut á skólalóð Hagaskóla“ hlaut 255 atkvæði  í verkefnavali „Betri hverfa“ fyrir árið 2013. Brautin sem sett var upp er líkingu við það sem við þekkjum frá Skólahreysti. 

„Krakkarnir sem hafa verið að nota þessa braut eru himinlifandi með þetta framtak og klárt að braut þessi á eftir að auka á fjölbreytni hvað hreyfingu varðar hér í Vesturbænum,“ segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, íþrótta- og tómstundaráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.

Apastigi, dekkjaþraut, startsæti, gervigras og fallvörn

Leiðbeiningar eru við tækin um notkun þeirra ásamt upplýsingum um æfingar sem hægt er að gera.

Á tæknimáli er hreystibrautinni lýst með eftirfarandi hætti:  

Apastigi með þrautum :
• 2x stigi - 2x rör – 2x upphífingar – 2x dýfur – 2x hreystigreip –
• 2x armbeygjur – rimlar og handföng gúmmíklædd
• Járn prófílar / sinkhúð og pólýhúð
• Steyptir sökklar: hæð 25cm
• Pallar og hnallar  / gúmmísteypa

Dekkjaþraut
• 2x 12 dekk boltuð saman / hringboruð svo vatn siti ekki í botni
• 4x steyptir plattar undir / dekk fest niður í platta

Startsæti
• 2x startsæti / gúmmísteypt
• 2x steyptir plattar undir / sæti fest í platta

Gervigras
• 90m2   / 24m/m  gervigras með sandfyllingu

Fallvörn
• 90m2  / 70m/m