Innleiðing nýrrar læsistefnu fyrir leikskóla í fullum gangi

Skóli og frístund

""

Um þessar mundir er verið að innleiða læsisstefnu leikskóla „Lesið í leik“ en leikskólar borgarinnar skila áætlun um læsi með starfsáætlun sinni á næsta ári. 

Í vetur hafa verið haldnir fjölmargir fundir um læsi leikskólabarna, m.a. á starfsdögum leikskóla, hverfisfundum og á fræðslumorgnum sem skipulagðir voru í samvinnu við Háskóla Íslands.

Í nýliðinni viku voru haldnir tveir mjög vel sóttir fræðslumorgnar þar sem stjórnendur fjögurra leikskóla sögðu frá vinnu sinni í vetur. Þetta voru leikskólarnir Garðaborg, Drafnarsteinn, Fífuborg og Laufskálar. Á fundunum var auk þess gefinn góður tími til samræðna þar sem leikskólakennarar skiptust á hugmyndum og útfærslum í vinnu með mál og læsi leikskólabarna. Mjög frjóar umræður spunnust á fundunum enda er unnið metnaðarfullt starf í tengslum við mál og læsi í leikskólunum. 

Sjá læsisstefnu leikskóla