Kynning á starfsemi Borgarbókasafns á víetnömsku - Chào mừng các bạn đến với thư viện

Menning og listir

""

Borgarbókasafn býður reglulega upp á kynningu á starfsemi safnsins á ýmsum tungumálum í samstarfi við einstaklinga og félög innflytjenda á landinu. Laugardaginn 17. maí verður boðið upp á kynningu á víetnömsku. Á meðan fullorðnir fá leiðsögn um safnið og upplýsingar um starfsemi þess er boðið upp á sögustund og leiki fyrir börnin. 

Bókasöfnin eru öllum opin og er öllum velkomið að njóta þess sem þau hafa upp á að bjóða. Á safninu er hægt að fá tónlist, kvikmyndir, bækur og annað efni að láni eða njóta þess á staðnum, lesa fréttir á netinu, kíkja í dagblöðin sem liggja frammi, leita að uppáhaldshöfundinum sínum eða hitta annað fólk.

Bókasafnið er líka góður staður til að VERA á, setjast niður í næsta stól eða sófa, hvort sem er einn með sjálfum sér eða með öðrum. Í Borgarbókasafni er ýmislegt um að vera bæði fyrir börn og fullorðna. Það er ókeypis að fara á bókasafnið og allir er  velkomnir alla daga, líka um helgar.