Handverk og hönnun hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag

Mannlíf Menning og listir

""

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur hefst í dag 15. maí og stendur til 19. maí n.k. Sýningin er nú haldin í ellefta sinn en fyrsta sýningin var haldin árið 2006. Sýningarinnar er ávallt beðið með eftirvæntingu og segja má að hún hafi skapað sér sess í íslensku menningarlífi.

Sýningin er ávallt fjölsótt og eru sýnendur orðnir tæplega þrjú hundruð frá upphafi. Það kennir ýmissa grasa, skartgripir, fatnaður eftir ýmsa hönnuði fyrir unga sem aldna, hönnun úr íslenskri ull, snyrtivara, borðbúnaður, leikföng, krydd og margt fleira. Sjón er sögu ríkari.

Gestir sem sótt hafa sýninguna á síðastliðnum árum hafa áhuga á að kynna sér gróskuna í íslensku handverki, listiðnaði og hönnun. Þeim gefst færi á að kynna sér það nýjasta og besta á þessu sviði og hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hlutina sem til sýnis eru, kynnast vinnu og verkferlum og síðast en ekki síst kynnast fólkinu á bak við hlutina. Á allra síðustu árum hafa ferðamenn sýnt sýningunni nokkurn áhuga, sem er afar jákvæð þróun.

OPNUNARTÍMI:

Fimmtudagur 15. maí kl. 16 - 19
Föstudagur 16. maí kl. 10 - 18
Laugardagur 17. maí kl. 10 - 18
Sunnudagur 18. maí kl. 10 - 18
Mánudagur 19. maí kl. 10 - 18