Torgsala á Mínum síðum

Skipulagsmál Framkvæmdir

""

Fimmtudaginn 15. maí kl. 15:05, verður opnað fyrir umsóknir um götu- og torgsölu á vefsvæðinu „Mínar síður“.  Götusala er leyfisskyld og eru leyfi gefin út til ákveðins tíma.

Þeir sem ekki eru nú þegar með aðgang að „Mínum síðum“ á vef Reykjavíkurborgar eru hvattir til að sækja um rafræn auðkenni áður en opnað verður fyrir umsóknir.  Þjónustuver Reykjavíkurborgar aðstoðar í síma 411 11 11 eða í Netspjalli Reykjavíkurborgar

Götu- og torgsala á við um hvers kyns sölustarfsemi sem fer fram utanhúss og á almannafæri, svo sem á torgum, götum, gangstéttum og í almenningsgörðum. Minniháttar góðgerðasölur, svo sem tombólur barna og ungmenna, eru ekki leyfisskyldar. Önnur sala, sem hvorki krefst yfirbyggingar né sérstakrar aðstöðu, til dæmis dagblaðasala eru heldur ekki leyfisskyld.

Götusölu er skipt í markaðssölu þar sem gefið er leyfi til eins til þriggja mánaða fyrir um 5 fermetra svæði á borgarlandi; dagsölu sem er sala úr söluvögnum eða sölubifreiðum á skilgreindum svæðum frá kl. 9:00 - 21:00 og í þriðja lagi í nætursölu, sem er sala úr söluvögnum eða sölubifreiðum á skilgreindum svæðum frá kl. 22:00 - 4:00.


Gagnlegir tenglar: