Sumaropnun á Ylströndinni

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Fimmtudaginn 15. maí hefst sumaropnun á Ylströndinni í Nauthólsvík. Opið verður alla daga frá klukkan 10.00 til klukkan 19.00 til 15. ágúst. 

Í tilefni af sumaropnuninni mun Landvernd afhenda Ylströndinni Bláfánann í níunda sinn.

Bláfáninn er veittur þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfisstjórnun, vatnsgæði, öryggismál og umhverfisfræðslu. Fáninn er vel þekktur víða erlendis og trekkir að ferðamenn enda tákn um að vel sé gert í umhverfis- og öryggismálum. Margar byggðir út um allt land byggja á hreinleika hafsins og ferðamennsku og því ætti það að vera keppikefli þeirra að flagga fánanum.