Bláfáninn dregin að húni við Ylströndina

Umhverfi Íþróttir og útivist

""

Ylströndin í Nauthólsvík fagnar því að draga Bláfánann að húni í níunda sinn en fáninn verður dreginn að húni með viðhöfn á fimmtudaginn 15. maí klukkan 14.00.

Bláfáninn er umhverfisviðurkenning fyrir hafnir eða strandsvæði, en ákveðnar kröfur eru gerðar til svæðisins sem fánanum flagga. Með Bláfánavottun er Ylströndin skuldbundin til að vinna markvisst að því;

  • að staðurinn hafi á sér yfirbragð snyrtimennsku og hreinleika,
  • að staðurinn hafi tiltækan björgunarbúnað og slökkvitæki sem og búnað til fyrstu hjálpar,
  • að boðið sé upp á þrifaleg salerni og þvottaaðstöðu,
  • að til staðar sé móttaka fyrir flokkaðan úrgang,
  • að veittar séu upplýsingar um hvernig beri að vernda viðkvæm svæði sem kunna að vera í nágrenninu,
  • að Bláfánaströndin veiti upplýsingar um vatnsgæði,
  • að nota umhverfisvænar vörur í daglegu starfi og til viðhalds.

Gestir Ylstrandarinnar taka einnig þátt í því að vernda Bláfánasvæði og umhverfi þess með því að sýna aðgát í umgengni við dýr og plöntur, ganga snyrtilega um, flokka úrgang og hvetja aðra til að vernda svæðið og ganga snyrtilega um. 

Ekki er nóg að uppfylla skilyrði fyrir Bláfána einu sinni því árlega er farið yfir það hvort ströndin stenst þær kröfur sem gerðar eru til svæða sem flagga Bláfánanum. Það er því metnaður Ylstrandarinnar að þar takist að blakta fánanum árlega. Allir eru velkomnir að ströndinni og taka þátt í því að draga fánann að húni en ekki er óvíst að hafið leiki þar einnig eitthvert hlutverk.

Fræðsludagskrá Ylstrandarinnar 2014.