Vesturbæjarbiskupinn - skákmót í Hagaskóla

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Föstudaginn 9. maí sl. var haldið skákmót í Hagaskóla sem heitir Vesturbæjarbiskupinn sem er skipulagt af Þjónustumiðstöð Vesturbæjar með aðstoð Skákakademíunnar. Styrktaraðili mótsins er Melabúðin.

Skákmót þetta er komið til að vera, enda er áhuginn alltaf að verða meiri og fjölgar keppendum milli ára. Í ár voru hátt í 50 keppendur. Skákmót þetta er eingöngu fyrir nemendur grunnskólanna en keppt er í þremur flokkum. 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Þetta skákmót er fyrst og fremst hugsað fyrir nemendur í Vesturbæ, en sl. tvö ár hafa nemendur úr öðrum hverfum látið sjá sig, sem er bara sjálfsagt mál. Á þetta skákmót eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Að auki er einnig keppt um bikar, en þann bikar fær sá skóli sem sendir flesta keppendur og í ár var það líkt og í fyrra, Melaskóli sem bar sigur úr bítum hvað það varðar. En meðfylgjandi myndir sýna einbeitingu og gleði keppenda á þessu skákmóti.