Endurnýjuð skólalóð við Árborg

Skóli og frístund

""

Börnin í Árborg kunna vel að meta ný leiktæki og nýja skólalóð en lokið var við viðamikla endurgerð lóðarinnar í sumar. 

Framkvæmdir hófust í fyrrasumar þegar lóðin var hækkuð, hiti settur í gönguleið og stórum sandkassa komið fyrir við skólann. Þá var aðgengi fyrir fatlaða lagað.

Í sumar var þjónustuaðkoma við leikskólann malbikuð, fallvarnarefni lögð á leiksvæðið og lóðinni allri breytt. Þannig hafa öll leiktæki verið endurnýjuð og hjólabraut búin til á lóðinni. Einnig er búið að leggja gönguleið út í skógarlund utan við lóðina sem nýttur verður til útikennslu.

Litríkt gervigras setur skemmtilegan svip á lóðina og einnig hafa tveir tréhestar bæst í dýrahópinn á skólalóðinni en fyrir var risalangur krókódíll sem börnin fengu á leiksvæðið í fyrrasumar. 

Leikskólinn Árborg er í fallegu umhverfi Elliðaárdalsins og óhætt er að segja að nýja lóðin falli þar vel inn og flæði skemmtilega inn í náttúrulegt umhverfið