Íbúafundur í Réttarholtsskóla kl. 17:00

Umhverfi Framkvæmdir

""

ÍBÚAFUNDIR MEÐ BORGARSTJÓRA Í ÖLLUM HVERFUM – Réttarholtsskóli. 21. Janúar kl 17:00

Jón Gnarr borgarstjóri stendur fyrir íbúafundum í öllum hverfum Reykjavíkur dagana 14. – 29. Janúar nk.

Fundirnir eru hluti af verkefninu Betri Hverfi en frá og með mánudeginum 14. janúar geta Reykvíkingar sett inn hugmyndir að alls kyns smærri verkefnum, nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem ætlað er að bæta íbúahverfi borgarinnar. Tekið er á móti hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík á undirvefnum Betri Hverfi.

Í fyrra bárust hátt í 400 hugmyndir frá borgarbúum um verkefni í hverfunum. Reykjavíkurborg hyggst enn á ný verja 300 milljónum til svokallaðra hverfapotta og geta íbúar hverfanna komið með hugmyndir að verkefnum og síðan kosið um þær í rafrænum íbúakosningum sem haldnar verða dagana 14. – 19. mars nk. með sama hætti og í fyrra.

Fundurinn í Háaleiti og Bústaðahverfi er á dagskrá mánudaginn 21. janúar. Fundurinn fer fram í sal Réttarholtsskóla og hefst kl 17:00.

Íbúar í Bústaðahverfi og Háaleiti eru hvattir til að nýta tækifærið, kynna sér verkefnið og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Saman getum við gert góða borg enn BETRI.