Bæklingar á sex tungumálum um mikilvægi frístundastarfsins

Frístundamiðstöðin Kampur hefur gefið út bæklinga á sex tungumálum um mikilvægi þess að börn og ungmenni taki þátt í skipulögðu frístundastarfi.  Í bæklingunum sem unnir voru af Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur er fjallað um gildi frístundastarfsins fyrir 6-16 ára, frístundakort og fleira.

Sjá bæklingana sem sem eru á:

Þá hafa þær Hrefna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í Kampi og Hanna Ragnarsdóttir tekið saman niðurstöður á rannsóknum um líðan og frístundaþátttöku 10-12 ára barna með annað móðurmál en íslensku. Meginniðurstaða þeirra er að börn með annað tungumál en íslensku eyði minni tíma með jafnöldrum sínum og eigi því færri vini. Þau standi verr félagslega, líðan þeirra sé verri en jafnaldra þeirra og að þeim sé  frekar strítt og í meiri eineltishættu. Þá er meiri hætta á að þessi börn stríði og leggi önnur börn í einelti og lendi í óæskilegum félagsskap.

Sjá samantekt á ensku, króatísku, litháísku, pólsku, rússnesku og spænsku.