Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

LEIKSKÓLARÁÐ REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 10. september var haldinn 309. fundur leikskólaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarsal Leikskóla Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Mætt voru Þorlákur Björnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Ívar Andersen og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Bergur Felixson, Margrét Vallý Jóhannsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir.
Fundaritari var Garðar Jóhannsson.

Þetta gerðist:

1. Staða innritunar haustið 2004.
Leikskólaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Í dag eru 97,2#PR reykvískra barna 18 mánaða og eldri sem óskað hafa eftir leikskólaplássi nú þegar komin með leikskóladvöl í Reykjavík og eru 90#PR þeirra í heilsdagsvistun.
Á biðlista eru 177 börn 18 mánaða og eldri, eða 2,8#PR af fjölda barna í leikskólum Reykjavíkur. Flest þeirra barna hafa fengið boð um leikskólapláss, en kjósa að bíða þar til þau fá dvöl í ákveðnum leikskóla.
Framundan er áframhaldandi uppbygging á leikskólum borgarinnar og því ljóst að jafnvægi er að komast á varðandi framboð og eftirspurn fyrir öll reykvísk börn 18 mánaða og eldri.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um eftirfarandi mál:

A) Hve mikið er um það að foreldrar fái úthlutað leikskólaplássi fyrir yngra barn á öðrum leikskóla en eldra barn þeirra er á?
B) Fá yfirlit yfir sumarlokanir, hvenær voru þær hjá hverjum og einum leikskóla, ef lokað var lengur en 2 vikur þá hvers vegna?
C) Fá yfirlit yfir þróun fjölda barna á leikskólaaldri í Reykjavík frá árinu 1994 og fá það sundurgreint eftir árum.

Steinunn Hjartardóttir og Þórdís Þórisdóttir mættu á fundinn vegna ofangreinds máls.

2. Sex mánaða uppgjör hjá Leikskólum Reykjavíkur.
Hallur Símonarson, fjárreiðustjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þessum lið.

3. Kynning á niðurstöðum könnunar meðal foreldra vorið 2004.
Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri fagsviðs gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram bréf frá Samtökum foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík dags. 10. september um könnun á viðhorfum foreldra til sumarlokana í leikskólum sumarið 2004.

Fundi slitið kl. 13:40.

Þorlákur Björnsson
Björk Vilhelmsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Jórunn Frímannsdóttir Ívar Andersen