Borgarráð - Fundur nr. 4720

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 8. janúar, var haldinn 4720. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.21. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 3. janúar.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 17. desember.

3. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.

4. Lagt fram að nýju bréf borgarminjavarðar frá 3. f.m. varðandi breytingar á gjaldskrá Viðeyjarferju. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. 27. f.m., ásamt bréfi framkvæmdastjóra Viðeyjarferjunnar ehf., dags. 15. f.m.

- Kl. 12.23 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

Umsögn framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs samþykkt með 4 atkvæðum.

5. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. f.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Jóa risa, Jafnaseli 6. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 12. f.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu vegna jarðanna Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi. Samþykkt.

7. Lagt fram erindi borgarminjavarðar, borgarverkfræðings og menningarfulltrúa, dags. 4. þ.m., varðandi tillögu að byggingu sýningarskála yfir fornminjar í Aðalstræti. Frestað.

8. Lagt fram samkomulag um breytingu á kjarasamningi Læknafélags Íslands og Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m. Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

9. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 17. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum, ásamt athugasemdum Blika sf., dags. s.d. Jafnframt lögð fram umsögn forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 7. þ.m. Borgarráð samþykkti að taka tilboði Ræstingaþjónustunnar hf., sem átti næst lægsta tilboð.

10. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 27. þ.m. varðandi drög að samningi við Rauðhól ehf. varðandi samvinnu um skipulag, framkvæmdir og sölu byggingarréttar í Norðlingaholti. Jafnframt lögð fram drög að samningi, dags. í dag, ásamt fylgiskjölum. Borgarráð staðfestir samningsdrögin fyrir sitt leyti með 4 atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við styðjum ekki samning Reykjavíkurborgar við Rauðhól ehf. um uppbyggingu á Norðlingaholti af eftirfarandi ástæðum: 1. Efnt er til fjármálalegs samkrulls borgarinnar og tveggja byggingafyrirtækja, sem ekki getur talist eðlilegt. 2. Samningurinn grundvallast á áframhaldandi uppboðsstefnu á lóðum, sem hefur stórhækkað byggingakostnað og íbúðaverð í Reykjavík. 3. Samráð við aðra lóðaeigendur á svæðinu um skipulag og uppbyggingu á Norðlingaholti hefur verið í algjöru lágmarki. - Kl. 14.45 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi. - Kl. 14.47 vék borgarstjóri af fundi.

11. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m., þar sem óskað er samþykkis borgarráðs fyrir kaupum á Fellsmúla og Hamri í landi Úlfarsfells. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 4. þ.m. varðandi hugsanlega nýtingu á íþróttaaðstöðu í íþróttamiðstöðinni við Víkurveg. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.58.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir