Sumarborgin

Mannlíf og menning í miðborginni

 

Aðgengi í miðborgina

Hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð til tryggja öryggi gangandi vegfarenda, og verða litlar sem engar undantekninga gefnar á því.  En leitast er við, eftir bestu getu, að tryggja aðgengi allra að hátíðarsvæðinu.

Hjólastólapallar verða fyrir framan sviðið á tónleikunum í Hljómskálagarði og á Arnarhóli til að tryggja aðgengi allra á tónleikunum.

Bílastæði fyrir fatlað fólk

Bílastæði fyrir fatlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum:

  • Skúlagötu, vestan við Olís, sérstakt svæði sem eingöngu verður nýtt undir bílastæði fyrir P merkta bíla. Stæðið verður vaktað.
  • Við Tækniskólann
  • Í eftirfarandi bílastæðahúsum eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlað fólk
    • Ráðhúsi (eftir kl. 16.00)
    • Vesturgötu
    • Vitatorgi
    • Stjörnuporti
    • Hörpu (aðgengi frá kl. 14:00 - 21.00)

Pant akstursþjónusta fatlaðs fólks

Hægt er að panta akstur á vefnum eða í síma 540 2727.

Akstur er frá kl. 07:30–01:00
Seinasta ferð er kl. 01:00

  • Almennur opnunartími á laugardögum er kl. 10:00–14:00
  • Fyrir kl. 10:00 og eftir kl. 14:00 er aðeins hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum.
  • Hægt er að bóka ferð með tveggja tíma fyrirvara á Menningarnótt eins og vani er.
  • Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með fyrirvara til að auðvelda skipulagningu akstursins.

Akstursþjónustan stöðvar á eftirfarandi stöðum til þess að skila af sér og taka á móti farþegum:

  • Skólavörðuholti – bílastæði við Hallgrímskirkju
  • N1 Hringbraut – bílastæði við N1
  • Túngötu - bílastæði á horni við Suðurgötu
  • Sjávarútvegsráðuneyti – bílastæði á Skúlagötu 6
  • EKKI er stöðvað við Ráðhúsið

Viðbúið er að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar. Farþegar eru beðnir um að sýna þolinmæði og skilning gagnvart því.

Salernisaðstaða

Salerni fyrir fatlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum:

  • Við Arnarhól (til hliðar við bílastæðahús Seðlabankans)
  • Á Miðbakka
  • Í Hljómskálagarði
  • Á bílastæði við Tækniskólann
  • Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarð)
  • Í Ráðhúsinu – opið til kl. 19:00
  • Í Hörpu – opið til kl. 22:00
  • Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til kl. 22:00