Verðkönnun vegna parísarhjóls á Miðbakka 2025
Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn. Parísarhjól verður spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf. Verkefnið kom upp í skýrslu um tækifæri fyrir haftengda upplifun og útivist í Reykjavík og var þróunarverkefni sl. sumar þar sem parísarhjól var rekið á Miðbakka og gekk verkefnið vel.
Mögulegur rekstraraðili mun standa allan straum af uppsetningu og rekstri parísarhjóls. Um sumarafþreyingu væri að ræða, tímabilið væri júní - september 2025 með möguleika á framlengingu til eins sumars (2026) ef forsendur eru til staðar.
Þá ber mögulegur rekstraraðili ábyrgð á undirbúningi, skipulagningu og framkvæmdum vegna uppsetningar og reksturs parísarhjólsins. Einnig ber hann ábyrgð á lóðinni á meðan hann hefur afnot af henni. Í því felst meðal annars en ekki eingöngu að mögulegur rekstraraðili ber ábyrgð á öllu viðhaldi og umbótum á lóðinni á meðan hún er í hans umsjón. Sem og ber hann ábyrgð á öllum greiðslum vegna starfsemi parísarhjólsins á lóðinni.
Frestur til að skila inn tillögum að samstarfi er til 2. júní kl. 13:00.
Tillögu, ásamt gögnum, skal skila inn rafrænt: athafnaborgin@reykjavik.is
Í tillögunni skal koma fram upphæð sem rekstraraðili er tilbúinn að greiða á mánuði fyrir afnot af svæðinu. Athugið að ætlast verður til þess að almenningur fái aðgang að parísarhjólinu án endurgjalds á 17. júní og Menningarnótt.
Þá skal rekstraraðili:
- Hafa parísarhjól til umráða, annað hvort sem eigandi parísarhjóls eða á grundvelli leigusamning/samstarfssamning.
- Skila þarf með umsókn staðfestingu á eignarhaldi / afriti af leigusamningi/samstarfssamningi
- Hafa reynslu af rekstri parísarhjóls við veðuraðstæður sem eru sambærilegar við Reykjavík.
- Skila þarf inn staðfestingu sem staðfesta reynslu rekstraraðila
- Hafa gilt starfsleyfi og uppfylla allar öryggiskröfur sem fram koma í athugun vegna fyrirhugaðs parísarhjóls.
- Skila inn afrit af starfsleyfi
- Skila þarf inn staðfestingu á að boðið parísarhjól uppfylli allar öryggiskröfur sbr. neðangreint
- Sýna fram á fjárhagsburði til að standa straum af rekstri parísarhjóls umrætt tímabil.
- Skila þarf inn síðasta útgefna ársreikningi félagsins eða staðfestingu frá bankastofnun sem staðfestir framangreint.
Öryggiskröfur
- Hæðartakmörkun: Vegna staðsetningar sem er beint undir fluglínu fyrir flugbraut 01-19 eru 30 m hæðartakmarkanir á mögulegu parísarhjóli.
- Skila þarf inn upplýsingum um stærð parísarhjóls sem boðið er.
- Stærðartakmörkun svæðis: Svæðið sem borgin gæti lagt til undir verkefnið er 725 fm. að flatarmáli. Á svæðinu ætti að vera hægt að koma fyrir 20 m löngum vagni með parísarhjóli.
- Rekstraraðili þarf að athuga og skila inn gögnum um að parísarhjólið og búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður þ.m.t. vindálag og jarðhræringar. Frekari útlistun á kröfum varðandi öxulþyngd vagnsins má finna í fylgiskjölum (Athugun Verkís).
- Rekstraraðili skal, við undirritun samkomulags um rekstur parísarhjóls á Miðbakka, vera með frjálsa ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem hann kann að bera skaðabótaábyrgð á, auk annarra trygginga sem við á í tengslum við reksturinn
- Rekstraraðili mun við undirritun samkomulags um rekstur parísarhjóls á Miðbakka bera ábyrgð á umhverfis- og öryggismálum á lóðinni á meðan hann hefur afnot af henni og að skal bregðast við þegar úrbóta er þörf.