Veitingarekstur í Dillonshúsi í Árbæjarsafni sumarið 2025

Borgarsögusafn Reykjavíkur auglýsir eftir áhugasömum og reyndum aðilum til að taka að sér veitingarekstur í Dillonshúsi á Árbæjarsafni sumarið 2025.

– umsóknarfrestur til 25.maí.

Dillonshús á Árbæjarsafni

Markmiðið með veitingarekstrinum er að: 

  • Auka aðdráttarafl safnsins með því að bjóða upp á léttar veitingar á opnunartíma safnsins yfir sumartímann. 
  • Að starfsemi í húsinu verði hagað á þann veg sem hæfir sögu þess, aldri, byggingagerð og hlutverki þess í safnkosti Árbæjarsafns. Fyllsta tillit sé tekið til þessa í innréttingum, tæknibúnaði, rekstri og umgengni. 
  • Í húsinu geti farið fram veitingasala, minni samkomur og annað er styrki rekstrarforsendur safnsins.
  • Reynsla umsækjanda af veitingarekstri og skyldum rekstri.
  • Hugmyndum aðila í tengslum við reksturinn.
  • Leigufjárhæð. 

Mat áhugasamra aðila:

Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:

Sérstök matsnefnd á Borgarsögusafni mun fara yfir umsóknir.
 

Borgarsögusafn áskilur sér rétt til að taka ákjósanlegasta tilboði að dómi matsnefndar eða hafna öllum

Skilyrði; Áhugasamir aðilar sem sækjast eftir því að taka að sér veitingarekstur þurfa að vera skuldlausir við Reykjavíkurborg, í skilum með opinber gjöld og greiðslur lífeyrissjóðsiðgjalda.  

Samningstími:

Gert er ráð fyrir að leigusamningur taki gildi 1. júní 2025 og ljúki 31. ágúst 2025. Möguleiki er á áframhaldandi samstarfi samkvæmt nánara samkomulagi ef áhugi verður fyrir hendi hjá báðum aðilum.

Nánari upplýsingar: 

Í Dillonshúsi er eldhúsaðstaða og allur búnaður til veitingarekstur. Borgarsögusafn gerir ráð fyrir að veitingasalan í Dillonshúsi sé starfrækt á opnunartíma safnsins en frekari útfærsla á opnunartíma veitingasölu getur verið samkomulagsatriði. Lágmarksopnunartími væri þó alltaf á laugar- og sunnudögum, öðrum almennum frídögum og þegar stærri viðburðir eru á safninu. 

Möguleiki er að útfæra samkomulag um veitingarekstur þannig að salir í öðrum húsum safnsins séu aðgengilegir rekstraraðila fyrir smærri samkomur.

Áhugsamir geta óskað eftir nánari upplýsingum og/eða fengið að skoða aðstæður á safninu samkvæmt nánara fyrirkomulagi með því að senda fyrirspurn á netfangið borgarsogusafn@reykjavik.is

Fylgigögn með umsókn:

Eftirfarandi gögnum ber að skila með umsókn:

  1. Staðfesting frá Skattinum að umsóknaraðili sé í skilum með opinber gjöld. 
  2. Staðfesting frá viðkomandi lífeyrissjóðum að umsóknaraðili sé í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld. 
  3. Stutt greinargerð sem lýsir fyrirhugaðri starfsemi og reynslu umsóknaraðila af veitingarekstri eða sambærilegum rekstri. 
  4. Upplýsingar um reynslu og/eða þekkingu umsóknaraðila af safnastarfsemi eða eldri húsagerðum. 
  5. Tilgreina hverjir samstarfsaðilar umsóknaraðila eru, ef um þá er að ræða.

Skil umsókna:

Skilafrestur umsókna er til og með 25. maí 2025. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir framangreindan tíma.

Umsóknir skulu berast til Borgarsögusafns með tölvupósti á borgarsogusafn@reykjavik.is