Til sölu: Færanlegar húseiningar við Dalskóla

Reykjavíkurborg óskar eftir tilboðum í færanlegar húseiningar sem staðsettar eru við Úlfarsbraut 122, Dalskóla í Úlfarsárdal.

Færanlegar húseiningar - Dalskóli

Um er að ræða fimm einingar merktar S-14 – 17 (rétt skráning S-14 – 18 í fasteignaskrá) stærð 14,8 m² hver, og sjö einingar merktar S-1-7 stærð 14,8 m² hver skv. Þjóðskrá. Innangengt er á milli eininganna.

Einnig er um að ræða 198,1 m2 einingu merkt H-9, 28,9 m² einingu merkt TL-2 og fimm einingar merktar S-9-13 sem eru 14,8 m² hver skv. Þjóðskrá. Innangengt er á milli eininganna

Yfirlitsmynd - Húseiningar

Gert er ráð fyrir að einingarnar seljist saman eða hvor klasi um sig.

Reykjavíkurborg leggur ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á einingunum og veitir Reykjavíkurborg allan nauðsynlegan aðgang til þess. Áhugasamir geta skoðað einingarnar samkvæmt nánara samkomulagi við seljanda og skal beiðni þess efnis send á esr@reykjavik.is

Einingarnar seljast í því ástandi sem þær eru við skoðun.

Afhending fer fram við kaupsamning og þarf kaupandi að fjarlægja einingarnar af lóðinni strax við afhendingu. Kaupandi sér um og aflar tilskilinna leyfa fyrir flutningi og/eða niðurrifi og ber fulla ábyrgð á framkvæmdinni. Kaupandi skal ganga þannig frá lóðinni að vegfarendum stafi ekki hætta af. Frágangur lagna í jörðu verður í höndum seljanda.

Seljandi mun afskrá einingarnar strax við afhendingu og er það á ábyrgð kaupanda að yfirfæra viðeigandi tryggingar.

Tilboðum skal skila hér. Í tilboði skal tiltaka til hvaða eininga tilboðið nær eða hvort gert sé tilboð í allar einingarnar.

  • Tilboðsfrestur er til og með 15. nóvember 2024

Borgarráð ákveður hvort tilboði er tekið eða því er hafnað. Áskilinn er réttur til þess að hafna öllum tilboðum.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur.