Til sölu: 125 stæði í bílastæðahúsi Hörpunnar

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum kaupendum að 125 bílastæðum í bílakjallara Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, Reykjavík.

Harpa - Bílastæði í Hörpu

Reykjavíkurborg er eigandi að 125 stæðum í bílastæðahúsi Hörpunnar við Austurhöfnina í Reykjavík.  

Bílastæðahús Hörpunnar er vel staðsett í nálægð við höfnina og miðborgina auk þess sem það þjónar gestum Hörpunnar. Bílastæðahúsið er opið allan sólarhringinn. Stæðin eru björt, upphituð og aðgengi er beint inn í Hörpu. 

Alls eru 545 stæði í bílastæðahúsinu þar af eru 13 hleðslustæði.  

Reykjavíkurborg leitar nú að áhugasömum kaupendum að stæðunum.  

Áætlað er að skipta söluferlinu upp í tvö þrep. 

  • Á þrepi 1: Áhugasömum er bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Umsókn skal fylgja upplýsingar um kaupanda, yfirlýsing kaupanda um greiðslugetu eða staðfesting á fjármögnun vegna kaupanna og umboð ef kaupin eru gerð í nafni þriðja aðila eða félags. 
  • Á þrepi 2: Umsækjendur, sem skilað hafa fullnægjandi gögnum á þrepi 1, fá afhent ítarlegri gögn og verður boðið að leggja fram kauptilboð. 
Harpa - Bílastæði í Hörpu

Rekstrarfélagið Stæði slhf. annast rekstur bílastæðahússins í Hörpukjallara. Samkvæmt samþykktum félagsins hefur stjórn félagsins forkaupsrétt f.h. félagsins að fölum hlutum. Að félaginu frágengnu hefur hluthafi forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Nýti aðilar ekki forkaupsrétt sinn mun nýr eigandi stæðanna taka sæti Reykjavíkurborgar í rekstrarfélaginu. 

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.  

Hér er hægt að skila umsóknum. Þá opnast nýr gluggi þar sem fylla skal út umbeðnar upplýsingar. Skila þarf viðhengi með framangreindum upplýsingum. 

  • Frestur til að skila umsókn á þrepi 1, er 25. júlí 2024. 

Annað