Tækifæri fyrir verslun og veitingar í Mjódd

Reykjavíkurborg leitar að rekstraraðila til samstarfs við rekstur í Þönglabakka 4 í Mjódd. Nýr rekstraraðili mun taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra sem eru með starfsemi í Mjódd. Nýr rekstraraðili mun velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu.

    Mjódd - Þönglabakki 4

    Í Mjódd er áhugavert tækifæri fyrir veitingarekstur sem fer vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðakerfis Strætó og fara rúmlega 3.000 manns um hana daglega. 

    Gert er ráð fyrir því að staðurinn auki fjölbreytni þjónustu í nærumhverfi hans og dragi til sín fólk og verði öllum opinn – gerð er krafa um opnun milli 8:00 og 22 alla daga og að salerni fyrir almenning séu opin á sama tíma. Heildar flatarmál rýmisins sem um ræðir er 426 fermetrar.  

    Áhugasamir sendi umsókn á netfangið esr@reykjavik.is fyrir 1. nóvember 2023 ásamt tilboði í rekstur, hugmyndum um reksturinn, viðskiptaáætlun og upplýsingum um rekstraraðila. 

    Við val á rekstraraðila verða nýnæmi hugmyndar, verðtilboð, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans  ásamt viðskiptahugmynd metin. 

    Eftirtalin atriði eru sérstaklega talin mikilvæg við uppbyggingu starfsemi í húsnæðinu: 

    • sterkur rekstraraðili 
    • öryggi notenda og farþega tryggt með viðeigandi hætti 
    • snyrtimennska í fyrirrúmi og hugað að viðeigandi ræstingum 
    • aðgengi fyrir alla 
    • vanda þarf lausnir sem snúa að hönnun og útlit 

    Nánari upplýsingar: