Samkeppni um Sunnutorg
Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs - fasteignar við Langholtsveg 70, Reykjavík.
Óskað er eftir því að áhugasamir leggi fram hugmynd að starfsemi og endurbótum á húsnæðinu og upplýsingar um hvernig starfsemi fellur að því umhverfi þar sem húsnæðið stendur. Gert er ráð fyrir að viðsemjandi hagnýti húsnæðið á leigutímanum fyrir starfsemina. Áætlað er að gera leigusamning við þann aðila sem þykir eiga bestu hugmyndina að mati matsnefndar. Allar breytingar, endurbætur og viðbætur á húsnæðinu verða eign Reykjavíkurborgar við leigulok. Umsækjendum er frjálst að nálgast viðfangsefnið frá þeim sjónarhóli sem þeim þykir áhugaverðastur.
Í umsókn sinni skulu umsækjendur lýsa nánar:
-
Veitingarekstri og/eða öðrum hugmyndum um rekstur í húsinu,
-
Hvernig áætlaðri starfsemi í húsinu verður háttað,
-
Kostnaðaráætlun, þ.e. hversu umfangsmikil er áætluð fjárfesting,
-
Tímaáætlun og framkvæmdatíma,
-
Áætlaðri opnun,
-
Boðið heildar leiguverð á mánuði án vsk.,
-
Æskilegum leigutíma í árum,
-
Áætlun um samfélagslega ábyrgð, þ.m.t. umhverfisvernd,
-
Upplýsingum um umsækjanda þar sem fram kemur menntun og reynsla,
-
Upplýsingar um reynslu af sambærilegum verkefnum.
Umsóknarfrestur
Skila skal umsókn um þátttöku fyrir kl. 10:00 þann 21. nóvember 2023 á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: utbod.reykjavik.is
Um er að ræða forval en matsnefnd mun velja úr tillögum og verðum þeim aðilum boðið til áframhaldandi viðræðna. Áætlað er að gera tímabundinn leigusamning við leigutaka til allt að 25 ára með uppsagnarákvæðum. Tímalengd samnings verður nánar tilgreind í viðræðum við væntanlegan leigutaka.
Allar breytingar og viðbætur verða eign Reykjavíkurborg við leigulok. Byggingarnefndarteikningar liggja fyrir. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið.
Fyrirspurnir og opnun tilboða
Fyrirspurnarfrestur bjóðenda er til kl. 12. þann 9. nóvember og vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar utbod.reykjavik.is. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, en að loknu útboði má sjá má niðurstöðu á vefslóðinni reykjavik.is/opnun-tilboda-2023
Tengt efni:
-
Útboðsvefur Reykjavíkurborgar – utbod.reykjavik.is (þörf á innskráningu)
-
Útboðvefur.is – opinber útboð: Sunnutorg – Samkeppnisviðræður Langholtsvegi 70, Reykjavík. EES útboð nr. 15893