Óskað eftir húsnæði fyrir Konukot

Reykjavíkurborg leitar að húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir konur. 

Æskileg staðsetning er miðsvæðis, jafnvel við stofnbraut, þar sem aðgengi að samgöngum er gott.
Svipmynd frá Reykjavík

Í neyðarskýlinu er grunnþörfum kvenna mætt varðandi næturgistingu, hreinlæti og mat. Opnunartími er frá klukkan 17 til klukkan 10 næsta dag og eru allar húsnæðislausar konur með miklar og flóknar  þjónustuþarfir velkomnar í neyðarskýlið.

Æskilegt er að húsnæðið sé notalegt og snyrtilegt og þar þarf að vera gott aðgengi, meðal annars með þarfir fatlaðs fólks í huga.  

Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 350 fermetrar. Þar þarf að vera hægt að útbúa gistiaðstöðu fyrir að minnsta kosti 12 íbúa, starfsmannaaðstöðu fyrir 2–4 starfsmenn, auk sameiginlegra rýma. 

Æskileg staðsetning er miðsvæðis, jafnvel við stofnbraut, þar sem aðgengi að samgöngum er gott.  

Eftirfarandi rými þurfa að vera til staðar eða hægt að útbúa í húsnæðinu:

  • Gistiaðstaða 
  • Starfsmannarými 
  • Eldunaraðstaða
  • Borðstofa
  • Setustofa
  • Að lágmarki 3–4 salerni ásamt sturtuaðstöðu
  • Þvottahús
  • Geymslurými

Hugmyndir berist til eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar á netfangið esr@reykjavik.is 

Svæði 1–5 á neðangreindu korti sýna þær staðsetningar sem koma til greina fyrir Konukot. 

Kort af Reykjavík - svæðaskipting