Lóð fyrir hraðhleðslustöð

Byggingarréttur fyrir hraðhleðslustöð bíla á lóðinni Grjótháls 2 er til sölu. Hámarksfjöldi hleðslustæða er 15. 

Grjótháls 2 - lóð fyrir hraðhleðslustöð

Lóðin er vel staðsett við Vesturlandsveg með aðkomu frá Grjóthálsi. Kvaðir á lóð koma fram í deiliskipulagi m.a. um að tryggja snyrtilegan frágang lóðar og gróðurbelti til norðurs og austurs. Við áningarstað skal rekstraraðili koma fyrir bekkjum og borðum, einnig er heimilt að koma fyrir sjálfsölum og minniháttar skjólveggjum.  Góð lýsing þarf að vera á lóðinni, sér í lagi við hleðslustöðvar og við áningarstað. Allar merkingar/auglýsingar rekstraraðila skulu vera á hleðslubúnaðinum sjálfum en ekki er heimilt að setja upp auglýsingaskilti eða önnur skilti/merkingar.  Ekki er gert ráð fyrir annarri uppbyggingu á lóð en þeirri sem tengist búnaði Veitna eða hleðslubúnaði.  Inni á lóðinni er gert ráð fyrir biðstæðum sem rekstraraðili  útfærir, en óheimilt er að setja upp hefðbundin bílastæði.

Hleðslustæðin skulu opin almenningi óháð tegund bifreiða, en þó er ekki gerð krafa um aðra tengimöguleika en CCS-2 tengi. 

Útboðsgögn með nánari upplýsingum eru aðgengileg á vefnum utbod.reykjavik.is  og þar er tekið við tilboðum. 

Tilboðsfrestur rennur út kl. 12.00 föstudaginn 11. október 2024.

Nánari upplýsingar: