Laugavegur 105 fyrir skapandi greinar

Reykjavíkurborg auglýsir eftir samstarfsaðila til að reka og halda utan um rekstur fyrir skapandi greinar í húsnæði við Laugaveg 105. Leitað er eftir aðila sem tekur húsnæðið á leigu og sér um mögulega framleigu og utanumhald í samvinnu við Reykjavíkurborg. 

Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði nýtt sem vinnu- og lærdómsaðstaða þar sem skapandi greinar svo sem listgreinar, hönnun, forritun og önnur nýsköpun komi saman. Staðsetning húsnæðisins hentar vel í ljósi þess sem er og verður í næsta nágrenni og þeirri uppbyggingu sem er á næsta leiti. Markmiðið er að efla sköpun í breiðum skilningi, binda saman sköpunarkraft einstaklinga og minni fyrirtækja í borginni, efla fræðslu og þekkingarmyndun fyrir skapandi fólk og ýta undir tengslamyndun í skapandi greinum. Horft verður til þess að starfsemin í húsinu falli að nærumhverfinu og gæði það lífi. 

Húsnæðið að Laugavegi 105 er samtals um 655 fermetrar. Það skiptist í tvö 2 rými, annarsvegar 378 fermetrar og hinsvegar 276,4 fermetrar.  

Við val á rekstraraðila verða nýnæmi hugmyndar, hönnun og útlit, tenging við anda skipulags á svæðinu, tilboð í eignina, þekking, reynsla og fjárhagsgeta hans  ásamt viðskiptahugmynd metin.  

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. Leiga skal að lágmarki vera 1.500.000 kr. á mánuði og er hún vísitölutengd. Áhugasamir eru beðnir um að láta vita tímanlega af skoðun með því að senda tölvupóst til eignaskrifstofu Reykjavíkur á esr@reykjavik.is 

Fyrirspurnir um húsnæðið má senda til eignaskrifstofu Reykjavíkur, esr@reykjavik.is

Skilafrestur fyrir áhuga- og hugmyndalýsingu er til og með 1. nóvember 2023 og sendist hún í tölvupósti til esr@reykjavik.is merkt „Rekstur fyrir skapandi greinar á Laugavegi 105“. 

Laugavegur 105 - Skapandi húsnæði