Hagabeit fyrir hross til leigu
Reykjavíkurborg leitar eftir áhugasömum aðilum til að taka á leigu lóðarspildur fyrir hagabeit hrossa. Spildurnar eru staðsettar við Suðurlandsveg, Úlfarsfellsveg og Varmadal.
Áhugasamir eru hvattir til að skoða spildurnar og meta beitarþol, ástand þeirra og girðingar áður en tilboð er gert.
Gera þarf tilboð með því að fylla út tilboðsform sem vísað er til hér á síðunni fyrir miðnætti 10. júní 2025.
Spilda 1 og 2 leigjast saman
Hið leigða svæði skiptist í tvo hluta og er afmarkað með bláum lit.
Spildurnar eru í landi Heiðarbæjar og Fögrubrekku og liggja meðfram Suðurlandsvegi, um 1,5 km frá Rauðavatni til austurs. Spilda 1 er skráð 15.778 m2. Mæld stærð er 15.752 m2. Fasteignanúmer 232-8647. L112463. Spilda 2 er skráð 2.700 m2. Fasteignanúmer F2328648. L112464
Opna tilboðsform fyrir leigu á spildum 1 og 2.
Spilda 3
Um er að ræða spildu í Heiðmerkurlandi. Spildan liggur meðfram Suðurlandsvegi, um 1,5 km frá Rauðavatni til austurs og er samtals um 17.124 m2. Landið liggur að ánni Bugðu til suðvesturs og að Dísardal til austurs.
Opna tilboðsform fyrir leigu á spildu 3.
Spilda 4
Spilda úr landi Úlfarsfells um 20 ha. Spildan liggur sunnan við Úlfarsfell að Úlfarsá.
Opna tilboðsform fyrir spildu 4.
Spilda 5
Spildan er um 24 ha og liggur meðfram Norðurgrafarvegi, norðan við veginn og austan við Esjumela. Spildan er um 600 metra frá Vesturlandsvegi. Landnúmer 125765.
Opna tilboðsform fyrir spildu 5.
Tilboðsfrestur er til og með 10. júní 2025
Borgarráð ákveður hvort tilboði er tekið eða því er hafnað. Áskilinn er réttur Reykjavíkurborgar til þess að hafna öllum tilboðum.
Kröfur eru gerðar um skuldleysi leigutaka við Reykjavíkurborg og einnig verður tekið mið af reynslu viðkomandi.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur.