Gæsluvallarhús við Njálsgötu

Reykjavíkurborg býður gæsluvallarhús við Njálsgötu til leigu fyrir dagforeldra. Húsnæðið sem er 55,5 fermetra gæsluvallarhús og um 10,5 fermetra útigeymslur hefur verið nýtt af dagforeldrum síðustu ár en er húsnæðið laust til leigu frá 1. maí 2024. Leigusali stefnir að því að byggja nýjan leikskóla á vesturhluta lóðar og gera má ráð fyrir að framkvæmdir taki 2 ár.  

Leiksvæði við Njálsgötu

Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til daggæslu barna að uppfylltum skilyrðum Gæða og eftirlitsstofnunar velferðamála samanber núgildandi reglugerð. Gerð er krafa um að tveir dagforeldrar vinni saman með 8-10 börn til þess að húsnæðið nýtist sem best.

Ljósmyndir af húsnæði og svæði

Skoða ljósmyndir af svæðinu og gæsluvallarhúsi. Myndasafn Reykjavíkurborgar

Væntanlegum leigutaka er heimil afnot lóðar, en þó er kveðið á um að útisvæði og leiktæki gæsluvallarins skuli vera opin almenningi á starfstíma daggæslunnar sem og utan hans en án ábyrgðar leigutaka.

Nánari upplýsingar og skil tilboða

Allar fyrirspurnir skal senda gegnum útboðsvefinn með því að smella á Samskipti (e.Correspondence) undir verkefninu sjálfu eftir innskráningu.

Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í viðeigandi skilahólf undir verkefninu á útboðsvefnum fyrir uppgefinn tímafrest á vefnum. 

Tilboð um leiguverð skulu sendast fyrir kl. 13.00 þriðjudaginn 30. apríl 2024

Ekki er hægt að skila inn tilboðum eftir að tilboðsfrestur er útrunninn og því er mælt með því að bjóðendur kynni sér útboðsvef Reykjavíkurborgar í tíma þar sem ekki er tryggt að hægt sé að veita aðstoð við notkun hans. Leitast verður við að aðstoða alla þá sem óska aðstoðar varðandi notkun vefsins enda berist ósk þar um með hæfilegum fyrirvara eða eigi síðar en tveimur virkum dögum fyrir viðkomandi tímafrest.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.