Einbýlishúsalóðir á Kjalarnesi

Til sölu er byggingarréttur á fjórum einbýlishúsalóðum í Grundarhverfi á Kjalarnesi.  Lóðirnar eru Helgugrund 9, 11 og 12 og Búagrund 16. 
 

  • Tilboð voru opnuð 21. nóvember 2024. Sjá fundargerð neðst á síðu. 
Kjalarnes - Grundarhverfi
Grundarhverfi á Kjalarnesi

Stærð lóða er á bilinu 7-800 fermetrar og er nýtingarhlutfall 0,35, en það ræður stærð byggingar á lóð.  Svo dæmi sé tekið um stærð húss sem byggja má, þá er lóðin Helgugrund 9 um 718 m2 og á þeirri lóð er því heimilt að byggja allt að 251 m2 einbýlishús.

Mikilvægt er að kynna sér vel öll gögn og skilmála útboðsins. Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni http://utbod.reykjavik.is.

Tilboðsfrestur rennur út kl. 12.00, fimmtudaginn 21. nóvember 2024. Tilboðum skal skilað á útboðsvef og eru áhugasamir bjóðendur hvattir til að virkja tímanlega aðgengi sitt að vef.  

Bæði lögaðilar og einkaaðilar geta boðið í byggingarréttinn. Einkaaðilar skrá sig eins og lögaðilar (fyrirtæki): Setja inn eigin kennitölu og fylla út alla stjörnumerkta reiti, auk þess að skrá sig sjálf sem aðaltengilið.

Niðurstöður útboðs verða birtar á þessari vefsíðu að tilboðsfresti liðnum. 

Fyrirspurnum er svarað á útboðsvef.

Tengt efni:

 

Fundargerð frá opnun tilboða

Árið 2024, þann 21. nóvember kl. 12:15 voru bókuð inn tilboð vegna auglýsingar Reykjavíkurborgar um sölu byggingaréttar við lóðirnar Helgugrund 9, 11, 12 og Búagrund 16. Opnunin var framkvæmd rafrænt á vefsvæði útboðsvefjar Reykjavíkurborgar. www.utbod.reykjavik.is. Fundargerð ritaði Auður Inga Ingvarsdóttir.

Alls bárust sex tilboð.      Lóð
Björgvin Þorsteinsson kr.  5.000.000 Helgugrund 9
Björgvin Þorsteinsson kr. 7.000.000 Helgugrund 11
Björgvin Þorsteinsson kr. 7.500.000 Helgugrund 12
Björgvin Þorsteinsson kr.  3.000.000 Búagrund 16
Stefán Snær Ágústsson og Hlín Þórhallsdóttir kr. 13.700.000 Helgugrund 11
Stefán Snær Ágústsson og Hlín Þórhallsdóttir kr. 7.700.000 Búagrund 16

Fundi slitið kl. 12.21