Dagforeldrar við Hallgerðargötu
Reykjavíkurborg býður til leigu húsnæði fyrir dagforeldra að Hallgerðargötu 11 A. Húsnæðið er tveggja herbergja 55 fermetra horníbúð á fyrstu hæð.
Um er að ræða tímabundinn samning. Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til daggæslu barna að uppfylltum skilyrðum skilyrðum Gæða og eftirlitsstofnunar velferðamála samanber núgildandi reglugerð. Gerð er krafa um að tveir dagforeldrar vinni saman með 8-10 börn til þess að húsnæðið nýtist sem best.
Nánar um húsnæði og lóð
Hallgerðargata 11A. Eignin er tveggja herbergja horníbúð á fyrstu hæð, merkt 114, birt stærð 55,4 fm. Hún skiptist í anddyri, baðherbergi, svefnherbergi, alrými þar sem eldhús og stofa eru í opnu rými og svalir.
LÓÐ: Snjóbræðsla er í helstu göngustígum í garði. Hluti af lóð hússins er afgirt leiksvæði fyrir leikskólann.
UMHVERFIÐ: Svæðið er í miðri íbúðarbyggð og er nálægt útivistar- og náttúrusvæðum eins og Laugarnesi og Laugardal. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Hallgerðargötu og eru nánast allar byggingar nýjar eða nýlegar. Afar stutt er í fallegar gönguleiðir meðfram sjávarsíðunni og afþreyingu í Laugardal og Borgartúni en þar er úr mörgu að velja fyrir alla aldurshópa. Í göngufæri er svo Laugalækur sem ber sérstakan sjarma með sínum litlu einstöku verslunum og annarri þjónustu. Heilsugæslan Kirkjusandi er í næsta húsi auk þess er ungbarnaleikskóli í húsinu. Áhersla er lögð á að brjóta upp útlit húsanna með mismunandi litum og áferð sem draga fram sérkenni hvers húss og gera reitinn í senn nútímalegan og spennandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á efnisval, áferðir og vandaðan frágang. Skjólgóður inngarður skapar svo vettvang fyrir skemmtilegt sameiginlegt svæði íbúa.
Á lóðinni Hallgerðargata 1 eru 4 stigahús á fimm hæðum sem samtals hýsa 81 íbúðir. Því til viðbótar er bílakjallari sem hægt að að leigja bílastæði í. Inngangar í húsin er af gangstétt í borgarlandi götu megin. Í kjallara eru séreignageymslur ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Nánari upplýsingar og skil tilboða
Allar fyrirspurnir skal senda gegnum útboðsvefinn með því að smella á Samskipti (e.Correspondence) undir verkefninu sjálfu eftir innskráningu.
Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í viðeigandi skilahólf undir verkefninu á útboðsvefnum fyrir uppgefinn tímafrest á vefnum.
Tilboð um leiguverð skulu sendast fyrir kl. 13.00 mánudaginn 29. apríl 2024.
Ekki er hægt að skila inn tilboðum eftir að tilboðsfrestur er útrunninn og því er mælt með því að bjóðendur kynni sér útboðsvef Reykjavíkurborgar í tíma þar sem ekki er tryggt að hægt sé að veita aðstoð við notkun hans. Leitast verður við að aðstoða alla þá sem óska aðstoðar varðandi notkun vefsins enda berist ósk þar um með hæfilegum fyrirvara eða eigi síðar en tveimur virkum dögum fyrir viðkomandi tímafrest.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.