15889 Snjallstýrikerfi borgarlýsingar - markaðskönnun

Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar óskar eftir upplýsingum um lausnir og búnað á markaði fyrir snjallstýrikerfi borgarlýsingar.

Snjallstýrikerfið skal samanstanda af miðlægum hugbúnaði fyrir borgarlýsingu byggt upp af skápastýringum og Zhaga-stýrieiningum fyrir lampa. Snjallstýrikerfið skal jafnframt bjóða upp á þann möguleika að tengja ýmsan annan búnað við kerfið, svo sem skynjara, WiFi, öryggismyndavélar, o.s.frv.

Tilgangur markaðskönnunarinnar er að óska eftir upplýsingum um lausnir og búnað á markaði sem gæti hentað fyrir snjallstýrikerfi borgarlýsingar í Reykjavíkurborg.

Áhugasömum aðilum er boðið að taka þátt í markaðskönnuninni með því að senda inn upplýsingar á útboðsvef Reykjavíkurborgar um hvaða lausnir og búnað þeir geta boðið fyrir 22. ágúst 2023. Bein vefslóð er https://utbod.reykjavik.is/aspx/ProjectManage/1160

Fyrirvari:

Ekki er verið að óska eftir þátttöku í útboði, heldur er eingöngu um að ræða óbindandi markaðskönnun. Vert er að benda á að þátttaka í þessari markaðskönnun er ekki forsenda þess að taka þátt í innkaupaferli sem mögulega tekur við í framhaldi af markaðskönnuninni.