Atvinnulóðir við Esjumela

Fimmtudagur 21. september 2023

Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fjögurra lóða á Esjumelum - Varmadal undir atvinnuhúsnæði. 

Um er að ræða Bronssléttu 1, 3 og 5 og Norðurgrafarveg 3

  • Við Bronssléttu 1 er heimilt að byggja 1.350,8 m2 atvinnuhúsnæði
  • Við Bronssléttu 3 er heimilt að byggja 1.350,8 m2 atvinnuhúsnæði
  • Við Bronssléttu 5 er heimilt að byggja 1.378,0 m2 atvinnuhúsnæði
  • Við Norðurgrafarveg 3 er heimilt að byggja 1.316,8 m2 atvinnuhúsnæði

Undirrituðum tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar utbod.reykjavik.is kl. 12:00 þann 6. október 2023. 
Tilboð verða opnuð og birt á vef Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/athafnalif

Opnun tilboða

Lóðir til sölu Esjumelar