Undanþágur vegna starfsleyfa

Hér eru birtar undanþágur sem umhverfis- orku, og auðlindaráðherra hefur veitt frá einstökum greinum reglugerða sbr. 41. gr. nr. 7/1998 og 74. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002, eftir atvikum að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar og Umhverfisstofnunar.
Einnig eru birtar viðeigandi eftirlitsskýrslur sbr. tilmæli ráðuneytis.

Undanþágur úr gildi

MT Ísland ehf. - niðurrif á asbesti að Ármúla 6

Í ljósi umsagna Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) og í samræmi við 1. mgr. 6. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og 4. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, hefur Umhverfis- , orku- og loftslagsráðuneytið (URN) veitt MT Ísland ehf. kt. 4711119-0160 tímabundna undanþágu frá starfsleyfi vegna niðurrifs á asbesti í skrifstofuhúsnæði að Ármúla 6, jarðhæð, í Reykjavík (sjá meðfylgjandi bréf URN og eftirlitsskýrslu HER).  Undanþága þessi gildir þar til starfsleyfi hefur verið gefið út en þó eigi lengur en til 16. september 2022.

Úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Undanþága - bréf umhverfis- orku, og auðlindaráðuneytisins

Tillaga að starfsleyfi í auglýsingu