Hringrásargarður á Álfsnesi - verðfyrirspurn vegna fýsileikagreiningar

Reykjavíkurborg ásamt samstarfsaðilum vill kanna tækifærin sem felast í að stuðla að þróun iðnaðarvistkerfis í hringrásariðngarði á Álfsnesi. Verkefnið sem hér um ræðir felst í gerð fýsileikagreiningar, mati á forsendum og tillögum um uppbyggingu á hringrásargarði.

  • Óskað er eftir tilboði í fýsileikagreiningu fyrir hringrásargarð á Álfsnesi frá teymum með fjölbreytta reynslu og þekkingu.
Álfsnes 2

Fýsileikagreining

Fýsileikagreiningin felur meðal annars í sér að:

  • Kortleggja samlífi fyrirtækja út frá auðlindastraumum.
  • Lýsa mögulegu eignarhaldi og rekstrarfyrirkomulagi auðlindagarðs.
  • Lýsa hvaða samgöngur og innviði þyrfti á svæðinu og gróft kostnaðarmat á þeim.
  • Skilgreina kvaðir og/eða skyldur sem settar yrðu á fyrirtæki á svæðinu.
  • Greina viðskiptatækifæri og áhættuþætti svo uppbygging gangi eftir.

Verðfyrirspurn

  • Verðfyrirspurnargögn eru eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá 20. febrúar 2023

  • Frestur til umsóknar er til kl. 10 þann 7. mars 2023.

Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar. Sjá má niðurstöðu í fundargerð opnunarfundar.

Falleg loftmynd af Álfsnesi með Esjuna í bakgrunn.