Hvernig nota ég RSS efnisveitur?

RSS-efnisveita Reykjavíkurborgar gerir notendum kleift að fylgjast með birtingu efnis í tilteknum efnisflokkum að eigin vali.

RSS lesari

Til að skoða RSS frétta- eða efnislista þarf að nota sérstök forrit, svokallaða RSS lesara (RSS Reader). RSS lesarar eru ekki ósvipaðir tölvupóstforritum sem sækja nýjasta efni á vefsíður sem settar hafa verið í áskrift. Suma RSS lesara þarf að hala niður af netinu og setja upp á viðkomandi tölvu, meðan aðrir eru á netinu og því hægt að nota þá í hvaða tölvu sem er.

Þegar RSS lesari hefur verið valinn er hann notaður til að gerast áskrifandi að því efni sem óskað er eftir.

Bæði er hægt að nálgast RSS efni á RSS efnisveitu Reykjavíkurborgar og víðs vegar um vefinn þar sem finna má þennan hnapp.

Hvernig gerist ég áskrifandi?

Til að gerast áskrifandi þarf aðeins að smella á RSS hnappinn og fæst þá aðgangur að RSS veitunni.

Í nýjustu útgáfum helstu vafra (s.s. Internet Explorer 7, Mozilla Firefox 2.0 o.fl.) er sérstakur RSS stuðningur sem gerir notandanum kleift að gerast áskrifandi að fréttalistanum beint úr vafranum. Í eldri vöfrum þarf að afrita (copy) slóðina að RSS veitunni og líma (paste) hana inn í lesara að eigin vali.

Hvar finn ég RSS lesara?

Fjölmargir ókeypis RSS lesarar eru á markaðnum en velja þarf lesara fyrir það stýrikerfi sem tölvan notar og þarf því að velja lesara með það í huga.

Lesarar á vef:

Lesarar fyrir Windows:

Lesarar fyrir Mac OS X: