Uppbygging Dalskóla gengur vel

föstudagur, 1. september 2017

Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal ganga vel og gera áætlanir ráð fyrir að fyrsta hluta í uppsteypu grunnskólans ljúki í október. Í ágúst var lokið við að steypa veggi fyrstu hæðar skólans og byrjað að steypa loftaplötu.  Byggingin tekur á sig sterkari mynd næsta mánuðinn þegar efri hæðin rís.

  • Framkvæmdir við grunnskólann. Fremst á mynd sést á þak leikskólabyggingar sem gengt verður út á af annari hæð skólans.
    Framkvæmdir við grunnskólann. Fremst á mynd sést á þak leikskólabyggingar sem gengt verður út á af annari hæð skólans.
  • Framkvæmdir við grunnskólann. Efst í hægra horni sést í núverandi skólabyggingu og færanlegar stofur sem hýsa starf skólans.
    Framkvæmdir við grunnskólann. Efst í hægra horni sést í núverandi skólabyggingu og færanlegar stofur sem hýsa starf skólans.
  • Uppsteypa skólabyggingar gengur vel og strax í kjölfarið hefst vinna við innanhússfrágang.
    Uppsteypa skólabyggingar gengur vel og strax í kjölfarið hefst vinna við innanhússfrágang.

Grunnskólinn verður tekinn í notkun að hluta til að ári eða haustið 2018, en fyrir ári síðan var leikskólahúsnæðið tekið í notkun og nýtir skólinn það fyrst i stað fyrir grunnskólanema – sjá nánar í frétt.

Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug

Leik- og grunnskólinn eru sambyggðir og tengjast í framtíðinni við menningarhús, bókasafn og sundlaug.  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá nánar hvernig fyrirkomulagið verður á því sem nú er hannað. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri. 

Nánari upplýsingar um framkvæmdina í heild eru á upplýsingasíðu í framkvæmdasjá  Dalskóli Úlfarsárdal, nýbygging