No translated content text
Árleg fagráðstefna grunnskólakennara verður haldinn á öskudag 18. febrúar. Yfirskrift hennar að þessu sinni er Til móts við framtíðina – um fagmennsku og virðingu kennarastarfsins.
Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru dr. Anna Kristín Sigurðardóttir dósent við Menntavísindasvið HÍ og dr. Toby Salt breskur ráðgjafi um forystu og þróun í skólastarfi. Síðari hluti ráðstefnunnar er tileinkaður umræðum um fagmennsku og virðingu kennarastarfsins.
Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica hóteli við Suðurlandsbraut og hefst kl. 13:00. Kennarafélag Reykjavíkur, Skólastjórafélag Reykjavíkur og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar standa að ráðstefnunni. Ráðstefnustjóri er Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri Laugarnesskóla.
Dagskrá
Setning: Iðunn Pála Guðjónsdóttir, kennari í Háaleitisskóla.
Tónlistaratriði: Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, undir stjórn Snorra Heimissonar.
Ávarp: Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Rvk.
The Teaching Profession – Leading the Future
Dr. Toby Salt sérfræðingur hjá Ormiston Academies Trust í Bretlandi og fyrrum ráðgjafi skólayfirvalda um forystu og þróun.
Þetta er allt á valdi kennarans: Staðreynd eða goðsögn?
Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir dósent við Menntavísindasvið HÍ.
Kaffihlé.
Umræður kennara í hópum.