Starfsmenn Reykjavíkurborgar vilja bregðast skjótt við holum sem myndast í malbiki sem getur gerst í rysjóttri tíð eins og verið hefur undanfarið. Viðgerðir á holum sem valdið geta slysi eða tjóni á ökutækjum hafa hæsta forgang og gert er við þær eins skjótt og mögulegt er eða sett viðeigandi varúðarskilti.
Þeir sem vilja koma ábendingu á framfæri um holumyndun geta hringt í síma- og þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða sett inn á ábendingavef Reykjavíkurborgar > reykjavik.is/abendingar
Ábendingavefur beintengdur verkstjórnarkerfi
Ábendingarnar geta varðað ýmislegt sem viðkemur viðhaldi á eignum borgarinnar eða hreinsun, svo sem holur í malbiki, laus brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfullar ruslatunnur, trjágróður sem hindrar för, skemmda bekkir, óþrifnað, snjóhreinsun, bilaðir ljósastaurar eða annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.
Ábendingakerfið er tengt verkstjórnarkerfi hverfamiðstöðvanna og er því besta leiðin til að koma ábendingum áleiðis.
Malbikað fyrir tvo milljarða í sumar
Í sumar eru fyrirhugaðar miklar malbiksframkvæmdir og hefur aldrei verið malbikað jafn mikið í borginni á einu ári. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpa tvo milljarða en lagðir verða 43 kílómetrar af malkbiki Skoða frétt > Malbikað fyrir tvo milljarða í sumar