Fundurinn var undirbúin af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Jafnréttisstofu. Landsfundum er ætlað að vera vettvangur til að fræðast, efla tengsl og stofna til samstarfs um verkefni sá sviði jafnréttismála. Jafnréttisnefndir sveitarfélaga eða þær nefndir sem fara með hlutverk þeirra skulu, skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Landsfundurinn var góður undirbúningur fyrir þá vinnu.
Hér er að finna glærur fyrirlesaranna báða dagana.
18. september í Iðnó.
13:05 – 13:20. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra ávarpar gesti.
13:50 – 15:20.
Ef þú býrð við forréttindi er þá ekki einhver beittur misrétti? Vinnustofa. Ef enginn hefði
forréttindi væri heldur ekkert misrétti. Jafnréttisstarf snýst oft á tíðum um að skoða birtingarmyndir misréttisins en í þessari vinnustofu verður hin hliðin á málinu, forréttindi, tekin til gagngerrar skoðunar. Auður Magndís Auðardóttir, verkefnastjóri jafnréttis á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, verkefnisstýra hjá Tabú.
15:20 – 15:35. Kaffi og kruðerí.
16:05 – 17:20. Hvernig getur þú breytt gangi sögunnar? Reconesse Database er verkefni sem byggir á því að rétta hlut kvenna í sögubókum sem og miðlum nútímans. Þær Anna Gyða Sigurgísladóttir og Berglind Sunna Stefánsdóttir, tvær af upphafskonum verkefnisins, munu leiða stutta vinnusmiðju þar sem augu þátttakenda verða opnuð fyrir áhrifamætti frásagna í baráttunni fyrir auknu jafnrétti í heiminum. Glærur eru hér. Netföng: info@reconesse.org; berglind@reconesse.org; anna@reconesse.org.
17:30 – 20:00. Húllumhæ og matur í Höfða í boði borgarstjóra.
Borgarstjóri tók á móti hópnum og ræddi m.a. um þær konur sem rutt hefðu brautina í sveitarstjórnum. Þrjár basískar skemmtu með rappi og söng.
Dagskrá föstudaginn 19. september á Höfðatorgi í Vindheimum 7. hæð.
9:00 – 9:15. Morgunhressing.
9:45 – 10:15. Hvernig getur evrópskur jafnréttissáttmáli gagnast íslenskum sveitarfélögum? Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
10:15 – 10:45. Hvað er Reykjavíkurborg að gera? Örerindi sem vonandi eiga erindi.
Alls konar verkefni í jafnréttismálum. Halldóra Gunnarsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum á mannréttindaskrifstofu.
Kynjuð fjárhagsáætlunargerð. Herdís Sólborg Haraldsdóttir, verkefnisstýra kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
10:45 – 11:45. Samvinna sveitarfélaga, er eitthvað í því? Hvaða verkefni? Hvernig? Raunhæft? Næstu skref. Rætt var um mögulega samvinnu í ákveðnum verkefnum og hvaða samvinnuverkefni væru í gangi.
Þátttökulisti/skráning landsfundarins.