Tóbakssöluleyfi

""

Allir sem selja tóbak í smásölu skulu hafa gilt tóbakssöluleyfi útgefið af heilbrigðisnefnd. Tóbakssöluleyfi eru gefin út skv. lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.

Afgreiðsla tóbakssöluleyfa

Umsókn móttekin

Rekstraraðili sendir inn umsókn í gegnum mínar síður Reykjarvíkurborgar.  

Umsóknin afgreidd

Umsóknin er lögð fyrir afgreiðslufund heilbrigðiseftirlitsins til samþykktar. Afgreiðslufundir eru vikulega á þriðjudögum. 

Svar sent

Heilbrigðiseftirlitið sendir síðan tilkynningu um samþykkt leyfisins ásamt reikningi fyrir leyfið. Tóbakssöluleyfi tekur gildi þegar reikningur fyrir leyfið hefur verið greiddur og er þá leyfisbréfið sent til leyfishafa. Óheimilt er að selja tóbak fyrr en leyfi hefur tekið gildi. 

Gildistími tóbakssöluleyfa er 4 ár.

Hvað kostar tóbakssöluleyfi?

Gjald fyrir tóbakssöluleyfi og eftirlit vegna tóbakssölu er innheimt samkvæmt gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

""

Reglur um sölu tóbaks

Eftirfarandi reglur gilda um sölu á tóbaki: 

  • Gilt tóbakssöluleyfi skal að vera til staðar. 
  • Tóbak má hvorki selja né afhenta einstaklingum yngri en 18 ára. Þetta skal auglýsa með áberandi hætti.
  • Þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja tóbak.
  • Tóbaki og vörumerkjum tóbaks skal komið þannig fyrir á útsölustöðum að það sé ekki sýnilegt viðskiptavinum.

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með að farið sé eftir reglum um sölu og auglýsingu tóbaks. Söluaðilar geta búist við að komið sé í sérstakar eftirlitsferðir vegna tóbakssölu. Innheimt er gjald fyrir eftirlitsferðir samkvæmt gjaldskrá.