Tillögur að gjaldskrá – reiknivél
Sjáðu hvernig tillögur um breytingar á gjaldskrá koma út fyrir þig. Veldu fjölda barna, dvalartíma þeirra og heildarlaun forsjáraðila til að skoða áætluð leikskólagjöld. Þú mátt skrá mismunandi dvalartíma eftir dögum. Veittur er 25% afsláttur eftir klukkan 14 á föstudögum. Athugið að skráningardagar eru ekki innifaldir í mánaðargjaldi.
Umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla
Markmið tillagnanna er að standa vörð um faglegt leikskólastarf og tryggja stöðugleika fyrir bæði foreldra og starfsfólk.
Þær snúa meðal annars að skipulagi leikskóladagsins, dvalartíma barna og gjaldskrá leikskóla.
Væntingar eru um að breytingarnar dragi verulega úr ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum.