Tillaga að starfsleyfi - Moldarblandan Gæðamold ehf., móttaka á úrgangi í Gufunesi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur unnið tillögu að tímabundnu starfsleyfi fyrir Moldarblönduna Gæðamold ehf. í Gufunesi, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd, vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða móttöku á úrgagni til endurnýjunar þ.e. móttaka á garðaúrgangi til jarðgerðar og mold til endurvinnslu. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og starfsleyfisskilyrði fyrir Moldarblönduna Gæðamold, Gufunesi. Lagt er til að gildistími verði til 30. október 2026. Gögn vegna tillögunnar eru aðgengileg á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur https://reykjavik.is/tillogur-ad-starfsleyfi-i-auglysingu á tímabilinu 27. maí til 24. júní 2024. Á  þeim tíma er öllum heimilt að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is