Spurt og svarað hjá Umhverfiseftirlitinu

Hér er að finna algengar spurningar og svör sem tengjast Umhverfiseftirlitinu.

Umhverfiseftirlit

Hvað gerir Umhverfiseftirlit?

Umhverfiseftirlit Reykjavíkur stuðlar að heilnæmu, öruggu og ómenguðu umhverfi úti sem inni í borginni. Umhverfiseftirlit gefur út starfsleyfi og annast eftirlit með fyrirtækjum sem eru eftirlits- og starfsleyfisskyld samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Inniloft, raki og mygla

Mig grunar að það sé mygla í húsinu mínu hvað geri ég?

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur veitir ráðgjöf varðandi inniloft, raka og myglu í húsnæði.

Hvernig viðheld ég heilnæmu innilofti í húsnæði?

Mengunarvarnir

Má ég þvo bílinn minn eða gera við bílinn minn heima hjá mér í bílageymslu/bílaplani

Það er ekki æskilegt að íbúar þvoi bíla heima við, sérstakleg ef notuð eru hreinsiefni. Ástæðan er að víða í borginni er frárennsliskerfið tvöfalt, þ.e. fráveitukerfi sem flytur skólp frá heimilum og fyrirtækjum og ofan ofanvatnskerfi sem flytur regnvatn og leysingavatn af þökum, götum, bílastæðum og öðru þéttu yfirborði. Fráveitukerfið fer um dælu- og hreinsistöðvar og er dælt út á Faxaflóa. Ofanvatnskerfið fer um útrásir í næsta viðtaka sem getur verið lækir, ár og strandsjór. Við sumar útrásir eru settjarnir þar sem mengandi efni sitja eftir en víða er ekki hægt að koma þeim við. Hreinsiefni, sápur, tjöruleysir, málning og fleiri efni sem fara í ofanvatn, t.d. við bílaþvott við heimahús, berast því í næsta viðtaka og valda þar mengun. Íbúar ætti því frekar að þvo bíla á þvottaplönum þar sem er skiljubúnaður sem hreinsar mengandi efni í frárennslinu.

Íbúum er ekki bannað að stunda viðhald á eigin bifreiðum innan eigin lóðar svo lengi sem tekið er tillit til nágranna og vinnan og umgengni valdi ekki ónæði. Einnig þarf að safna öllum spilliefnum og skila til spilliefnamóttöku t.d. á gámastöð. Flokka þarf annan úrgang í samræmi við leiðbeiningar þar um og skila til móttökustöðvar ef ekki eru sorpílát fyrir viðkomandi úrgang heima við.