Múlaborg sérhæfður ráðgjafaleikskóli

Leikskólinn Múlaborg leggur áherslu á jafnrétti í víðu samhengi. jafnrétti felst meðal annars í því að jafna rétt karla og kvenna en líka í því að einstaklingar með og án fötlunar geti fengið að njóta þess að læra, vinna og vera saman. Múlaborg er leikskóli sem vinnur að sameiginlegu uppeldi/kennslu barna með og án fötlunar. 

Á leikskólanum liggur fyrir margra ára reynsla og þróun á kennslu barna með fatlanir og er lögð áhersla á að þau fái að njóta barnæsku sinnar eins og önnur börn í leikskóla. Kennslurými og kennsluaðferðir eru aðlagaðar að hverju barni fyrir sig. 

Leikskólinn Múlaborg veitir fagfólki, nemum, foreldrum og öðrum áhugasömum ráðgjöf vegna kennslu barna með fötlun. 

Hægt er að biðja um ráðgjöf vegna:

  • Hreyfihamlaðra barna í leikskólastarfi, með áherslu á umferli og námsumhverfi.
  • Óhefðbundna tjáskipta: í skólanum er unnið markvisst að því að örva mál og tjáningu svo sem með PCS myndum á lituðum bakgrunni og tákn með tali. Tákn með tali er rótgróið í menningu Múlaborgar og notað með öllum börnum. Myndrænt dagsskipulag og myndrænt umhverfi er til staðar á öllum deildum í formi PCS mynda. PCS myndir eru sérstaklega notaðar fyrir börn með skerta einbeitingu, einhverfu, tvítyngi eða aðra tjáskiptaörðugleika. 
  • Skipulögð kennsla: Múlaborg vinnur eftir þeirri aðferð við kennslu barna með einhverfu
  • Auk þess er mikil reynsla af margskonar fötlunum svo sem Prader Willi
  • Múlaborg hefur unnið að gerð kennslugagna er varða óhefðbundin tjáskipti og þróað samskiptabækur ætlaðar börnum með fötlun og/eða langveikum börnum. Þessi gögn eru til sölu á Múlaborg. 

Beiðni um ráðgjöf

Til að biðja um ráðgjöf er hægt að hringja í síma 553-3617 / 568-5154  eða fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan.